mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg jól


Óska ykkur öllum bara gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott. Sjáumst vonandi áður en ég fer út aftur.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ohh


Jæja, Herdís bauð mér í mat í dag og lánaði mér bílinn sinn svo ég gæti vesenast. Hitti Ásrúnu og fórum að versla og kíktum á kaffihús. Svo var það mitt hlutverk að sækja Rögnu Láru og Katrínu. Fór á leikskólann og finnst skrítið að ég hafi fengið að taka Rögnu með mér. Allir krakkarnir sátu og voru eitthvað að dunda sér þegar ég labbaði inn á deildina hennar, ég leit yfir hópinn og fann ekki Rögnu, fóstran leit á mig og ég sagðist vera að ná í Rögnu. Hún horfði svoldið skringilega á mig og benti svo á Rögnu, þá sat hún næst dyrunum og ég þekktir hana ekki. Ragna var svolítið feimin, krúsaði mig og spurði svo hvort ég héti ennþá Anna, ekkert smá krúttlegt. Við fórum svo að ná í Katrín sem kom á fljúgandi siglingu þegar hún sá mig og stökk í fangið á mér. Við fórum svo að spjalla þegar við vorum komnar út í bíl og þær voru að spurja hvar ég ætti heima og hvenær ég myndi flytja aftur til Íslands. Katrín spurði hvar í útlöndum ég ætti heima og ég sagði Danmörku, þá sagðist hún vita hvar Suðurgata 5 væri, ekkert samhengi en líka brjálæðislega krúttlegt. Við fórum svo að sækja Herdísi í vinnunna og fórum svo heim til þeirra. Sindri var uppi að leika við vin sinn þegar við komum en kom niður þegar við komum. Ég stóð í miðjum tröppunum og hann ákvað að stökkva í fangið á mér og við vorum heppin að hrynja ekki niður stigann. En það var ekkert smá gaman að hitta þau aftur, vá hvað ég var búin að sakna þeirra!!!
Heyrumst annars bara seinna.

mánudagur, desember 18, 2006

Komin til mömmu :D

Gaman gaman, komin aftur heim til mömmu. Lenti á klakanum um 3 í gær, mamma og Sæmi komu að sækja mig. Hitti svo Jóa heima og að sjálfsögðu kom Auður að knúsa mig. Ég og Auður skutluðum Jóa að sækja bílinn sinn og ákváðum að kíkja til Ásdísar og Rögga í kaffi. Mig er búið að dreyma um kaffi a la Ásdís. Það var búið að segja mér að ég myndi fá steiktan fisk í kvöldmat og mig búið að hlakka mikið til en nei það var víst bara cover up, Auður, Gunga, Þórdís og Helga buðu mér nefnilega út að borða á Red Chili og það var geggjaður matur. Næst var farið aftur til Auðar þar sem Víðir, Birkir og Árni Leó voru og svo kíkti Stefnir en Hemmi og Drífa ætluðu að kíkja en bailuðu. Það voru teknir nokkrir píramídar og svo var pantaður taxi og haldið á Papana á Players og þangað komu svo Herdís og Atli. Við erum ekki ennþá komnar á gestalista en það hlýtur að fara að koma. Að sjálfsögðu klikkuðu þeir ekki, komu reyndar brjálæðislega á óvart, tóku loksins I would walk 500 miles eftir að við systurnar höfum beðið um það í 2 ár, en það var með sérstakri kveðju til konu sem kom sérstaklega frá Danmörku!!!! MOI!!! En ég komst að því þegar ég vaknaði í morgun að ég á ekki að fá kveðju, get varla talað, ég öskraði svo mikið þegar það kom.

En annars er ég bara búin að vera að fara í heimsóknir og býst við að halda því áfram næstu daga. En ég heyri bara í ykkur seinna.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Djamm!!!

Jæja nú eru bara 4 dagar!!! Það er víst búið að plana rosalegt djamm á laugardaginn. Það byrjar með perrapartýi + Helga. Víðir og Birkir detta einhver tímann inn og svo skilst mér að Herdís og Atli ætli að hitta okkur á Players, þar sem verður papaball. Ef einhverjum langar að bætast í hópinn er um að gera að mæta á Players!! The more the marrier eða eitthvað svoleiðis.
GET EKKI BEÐIÐ!!!

mánudagur, desember 04, 2006

Komin heim

Jæja, komin heim aftur. Kíkti til Sønderborg um helgina. Lobba, Gulli, Jói, Dísa og Gagga ætluðu að koma og ná í mig og að sjálfsögðu þreif ég höllina en svo var ákveðið að ég myndi taka leigubíl til þeirra þar sem þau ætluðu að fá sér að borða. Ég komst að því að það er bara snillingar í minni fjölskyldu, þau voru að leita sér að stað og eini staðurinn sem þau fundu var hjálpræðisherinn, fengu niðurgreiddan mat frá danska ríkinu, bara snillingar. En svo rúlluðum við að stað til Gunna og Jónu, Jói og Gulli fram í og við hinar allar sofandi aftur í, svo þegar Dísa rumskaði á leiðinni, kom alltaf upp úr henni: hva?? hvar er bjórinn?? Nokkuð skondið. En svo komum við á leiðarenda þar sem við komum okkur fyrir og svo elduðu Gunni og Jóna fyrir okkur. Geggjaður matur. Um kvöldið var svo drukkið smávegis. Á laugardaginn var svo farið á göngugötuna að versla og Malla og Ýmir komu með og kallarnir skruppu á meðan til Tyskland. Systurnar voru rosalega heppnar að hafa okkur hinar, því einhverjir þurftu að halda á öllum innkaupunum. Eftir verslunarleiðangurinn var sest á kaffihús og fengið sér smá bjór og svo þurfti að fara að fá sér fegurðurblundinn. Laugardagskvöldið var svo farið á Mongólískt BBQ og þar var sjúklega góður matur, nema Dísa fékk skemmda önd a la Gulli. Svo fórum við á pub-arölt, og Jói keypti Danfoss. Sunnudagurinn fór í A-Z og Jysk og systurnar voru nú ekkert rosalega ánægðar með þær búðir, á meðan voru kallarnir í menningarferð og fóru á eitthvað kastalasafn. Við áttum svo pantað borð í jólahlaðborð kl. 6, og vorum að borða til hálf tíu, þegar ég fór í lestinni heim. En helginn var geggjuð í alla staði. En núna eru 12 dagar í að ég komi heim og þá verður djammað!!!

föstudagur, nóvember 24, 2006

Nokkuð merkilegt

Allt sem þú þarft að vita um sjálfa/n þig.

Hér er það.


22. daga :D

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Dugnaður

Halló
Ætlaði bara láta ykkur vita af dugnaðinum í minni.
Búin að vera föstudagskvöld, laugardagskvöld og mánudagskvöld hjá Ingu og Markúsi að teikna. Tókum okkur frí á sunnudagskvöldið. Brjálaður dugnaður. En núna eru aðeins 25 dagar þangað til að ég lendi á klakanum og viti menn, bíllinn minn bíður bara eftir mér :D
Bara aðeins að láta vita af mér.
Heyrumst.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Úpps

Halló.
Var aðeins að fikta í síðunni og fór allt í klúður. Er að vinna í þessu, kemur kannski um jólin.

En er að drukkna í skólanum. Kannski komin tími til, ekki búið að vera mikil vinna fram að þessu. Hef 3 vikur til að klára öll verkefnin mín, semja fyrirlestur og skila rapport. Allt saman á dönsku að sjálfsögðu. Svo er það bara lokaverkefnið!! Smá krísa í gangi en alltaf bjartsýn ;)

Bið bara að heilsa ykkur í bil.
Heyrumst.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Snjór

Brjálaður dugnaður í mér í dag, ákvað að labba út í búð, vantaði víst allt. Var nýlög af stað þá byrjaði að snjóa!! Kannski ekkert skrítið þar sem það er komin nóvember. Það snjóaði ekki lengi en það var samt helvíti kalt. Farin að hafa alltaf húfu og vettlinga í veskinu.
Ætlaði bara að láta vita að ég væri á lífi og ég er búin að setja inn myndir.

fimmtudagur, október 26, 2006

Hahaha

Bara fyrir Drífu og Atla!!

Besta auglýsingin í heimi!!!

þriðjudagur, október 24, 2006

Myndir

Alright hérna koma nokkrar útvaldar myndir. Nenni ekki að setja þær allar inn, á víst að vera að læra.

Hemmi og Drífa í stuði.

Auður og Víðir.


Atli í stuði.

Jóna viking

Herdís í lagningu
Gunni ferskur.

sunnudagur, október 22, 2006

Snökt snökt

Ohh nú eru allir farnir!!!
En það var geggjað að hitta alla og helgin hjá Gunna og Jónu heppnaðist frábærlega.
Herdís og Atli komu og náðu í mig, Auði og Víðir um 1 föstudagsnóttina. Biggi og Andri voru búnir að frétta að þau væru á leiðinni og ætluðu að heilsa upp á þau. En það endaði með að þeir skelltu sér með og blæddu bjórnum. Það var dulítið þröngt en það var bara meiri stemning þannig. Við komum til Gunna og Jónu milli 3 og 4 og þá voru þau aðeins komin í það. Roland vinur þeirra var með þeim og heilsaði öllum á bauð velkomin, á íslensku að sjálfsögðu. Föstudagsdjammið endaði um 8 laugardagsmorguninn en Atli og Andri fóru aðeins fyrr að sofa en það. Á laugardeginum var svo vaknað um hádegi og Gunni var með hausverk í maganum. Við töltum út á Macann og Andri og Biggi tóku lestina aftur til Odense. Restin af okkur nema Gunni ákváðum að skella okkur til Þýskaland sem var kannski ekki svo sniðugt, því Gunni var sá eini sem rataði eitthvað þar. Loksins loksins fundum við Flensburg og eitthvað moll þar en það var svo mikið af liði þar að við nenntum ekkert að kaupa. Eftir að við komum aftur til Sønderborg fórum við saman út að borða, steik og flott heit. Klukkan 8 byrjaði svo djamm á kollegie-inu þeirra. Fólki var skipt upp í hópa og svo var labbað á milli íbúða og allsstaðar var að sjálfsögðu áfengi. Við fórum svo aftur í íbúðina hjá Gunna og Jónu þar sem paparnir voru spilaðir og mikið sungið. Ég komst að því að danir eiga líka lag sem allir kunna og þeirra lag er Neun und neunzig luftballons. Það var geggjað að fylgjast með dönunum syngja þetta lag. Við fórum svo í bæinn þar sem Gunni fór á kostum, náði að skera á sér hendina og hrynja á hausinn. Geggjað djamm en enginn veit hvenær það endaði. Á sunnudeginum var svo vaknað um hádegi og fengið sér að borða. Gunni greyið var meðvitundarlaus allan daginn. Stórslasaður á hendinni og á allan hátt ónýtur. Hafði rosalega gaman af því. Við lögðum svo af stað til Odense um 5 og það gekk ágætlega þangað til að við komum inn í Odense. Yours truely átti nefnilega að rata, villtumst aðeins. Komst samt á endanum heim. Auður og Víðir áttu að fljúga kl 22:50 og maður þarf víst að cheaka in einum og hálfum til 2 tímum fyrr. En það var brjáluð traffic og þau hlupu inn á flugvöll rúmum klukkutíma fyrir flug en náðu samt að koma sér í flug. Ég hefði alveg verið til í þau hefðu stoppað lengur.
En fer að setja inn myndir af öllu saman fljótlega.
Heyrumst.

fimmtudagur, október 19, 2006

Heimsókn


Jæja núna eru Auður og Viðir komin í heimsókn.
Ég byrjaði á föstudaginn að fara til Köben og hitti Hemma þar á pubbarölti og svo kom Drífa að hitta okkur. Við Hemmi röltum á milli nokkurra pubba og ákváðum svo að skella okkur í tívolíið að skoða okkur um og ákveða í hvaða tæki við ætluðum að fara í.
En að sjálfsögðu gátum við ekki bara labbað fram hjá og stálumst í róluna. En það var ekkert spes tæki þannig að við stálumst í annað tæki. Helvíti klár. Vorum búin að samþykkja að segja ekki neinum. En svo sögðum við þeim frá rólunni en svo fréttu þau einhvern vegin af því að við hefðum farið í fleiri tæki. En svo var komin tími á kvöldmat og við fengum þá snilldarhugmynd
að fara upp á flugvöll að taka á móti Auði og Víði og fá okkur að borða þar. En svo komum við upp á flugvöll og þar var enginn matsölustaður þannig að við settumst á pub og keyptum okkur snakk og salthnetur. Svo komu Auður og Víðir og við skelltum okkur til Írisar með allt draslið. Fórum svo aftur í tívolíið og fengum okkur að borða þar. Svo á laugardeginum fórum við í Field's að versla og hittum Drífu og Hemma að sjálfsögðu í H&M, íslendingabúðinni. Svo var ákveðið að fara aftur í tívolíið en Hemmi og Drífa villtust eitthvað í strætó og við ákváðum að hittast á Jensen og fá okkur að borða. Þangað komu líka Íris og vinkona hennar. Við töltum svo yfir götuna á einhvern hótelpub og þar sátum við mest allt kvöldið og drukkum og það var mismikið drukkið. Við ákváðum svo að fara og rölta eitthvað meira og enduðum í öllum 7 eleven á svæðinu og rónunum var gefið að drekka. Á sunnudaginn fórum við svo loksins í tívolí og keyptum okkur armband og það var farið í öll stæðstu tækin og það var geggjað!!! Við Hemmi skemmtum okkur brjálæðislega vel að hræða Auði í rólunni en svo hræddi hann og Víðir mig þegar við vorum komin í fallturnin, Auður fór ekki því heilsan hjá henni var ekki upp á sitt besta eftir að við komum úr drekanum. Við fengum okkur svo að borða á Hard rock og kvöddumst svo eftir það. En það var geggjað að geta eytt helginni með þeim, búin að sakna fjölskyldunni og vinum svolítið. Ég, Auður og Víðir fórum til Írisar og náðum í draslið okkar og tókum svo lestina heim. Ég komst að því að ég er orðin svolítið vön því að búa ein og ráða alein yfir fjarstýringunni af sjónvarpinu og að 25 fermetra íbúð er kannski aðeins of lítið fyrir 3. En við erum búin að vera geggjað dugleg að versla og skemmta okkur. Það eru einhverjir þúsund kallar horfnir úr veskjunum okkar :D
En svo annað kvöld koma Atli og Herdís og sækja okkur og við förum samferða til Gunna og Jónu. Ég hugsa að ég verði hauslaus eftir helgi, allir farnir aftur. En heyri bara í ykkur seinnal.

þriðjudagur, október 10, 2006

Change of plan

Jæja nýtt plan.
Fer á föstudaginn til Köben að hitta Auði, Víði, Hemma og Drífu. Svo koma Gunni og Jóna kannski.
Tívoli!!! Get ekki beðið!!
Bara smá info.

fimmtudagur, október 05, 2006

Flug

Jæja búin að fjárfesta í flugi heim um jólin. Kem heim 16 des. og fer aftur 2. jan. Nægur tími til að djamma!!!

Ætlaði bara að láta ykkur vita.

þriðjudagur, október 03, 2006

Skólaferðalag

Jæja komin heim eftir erfiðasta skólaferðalag ever!! Allt á dönsku og það meira segja ölvuð danska!!
En við byrjuðum á því að mæta upp í skóla kl hálf 8 í gær morgun og hálftíma seinna byrjaði liðið að fá sér bjór. Við fórum í kynningu hjá Lega (léttsteypa) rétt hjá Árhúsum borðum hádegismat þar og brunuðum svo til Aalborg, þar sem við skoðuðum Aalborg-Portland (sement). Þar horfðum við á einhverja mynd og fórum svo um svæðið. Þar þurftum við að rölta upp í einhvern helvítis turn og ég hélt að ég myndi deyja á leiðinni, veit ekki afhverju ég þurfti að labba einhverjar 300 tröppur. Við vorum svo komin á gistiheimilið kl hálf 5.
Við áttum svo pantað borð kl 7 þannig það fóru allir að gera sig til en rútan fór í miðbæinn kl 6. Rétt fyrir 6 þegar allir voru til og voru bara að bíða eftir að komast af stað buðum við Inga upp á veitingar, hún með hákarl og ég með Opal skot. Mínar veitingar voru töluvert vinsælari :D
Við vorum komin á staðinn rétt fyrir 7 og byrjaði kvöldmaturinn með Fishermans Friend. Fengum geggjaðan mat og að sjálfsögðu meira áfengi. Það var bjór, strawberry decury og fleiri skot. Var orðin dulítið ölvuð þegar við fórum af veitingastaðnum á djammið. Þar var meira áfengi og þjóðardans dana dansaður. En við erum 100% á því að danir læra við fæðingu dansinn hans Sæma ekkert nema sveiflur og hringir, getur verið svolítið hættulegt þegar margir eru samankomnir á dansgólfinu eða bara þegar áfengið er orðið of mikið :D. Lenti 3 í sama trúnóinu og það er mikið erfiðara á dönsku!! og Inga var meira að segja dregin inn í trúnóið. Bekkurinn yfirgaf svo skemmtistaðinn kl hálf 2, þá var fengið sér að borða og farið í taxa heim. En svo kom a la Bakkafjörður, bekkjabróður minn kom í heimsókn í stelpuherbergið á brókinni, dejavu eingetinn :D
Svo var ræs kl 7 í morgun, keyrt til Árhús til að hlusta á annan fyrirlestur um múrsteina og fólk var mishresst. Eftir 3 tíma fyrirlestur og rölt um fyrirtækið var farið niður í bæ að fá sér að borða, löngu kominn tími til!! Eftir matinn var svo farið í 3 tíma rölt um Árhús og við hvert tækifæri settist meirihlutinn af hópnum niður. Ákaflega hress. Svo var bara rúnturinn heim eftir þar sem var sofið næstum alla leiðina.

Þema lag ferðarinnar er: Ding dong her kommer den ejermand.

sunnudagur, september 24, 2006

Myndir

Jæja komin með myndasíðu í linkana.
Ýmisleg ferðlög frá því í sumar og fleira.

Látið mig bara vita ef þið viljið að ég ritskoði eitthvað :D

Meistaraballið

Ok meistarball FHinga var í gærkvöldi.

Segiði mér nú eitthvað slúður.
Ég trúi ekki öðru en að einhver í minni fjölskyldu gerði einhvern skandal og ef ég á að veðja á einhvern þá er það Atli. Atli segðu mér nú eitthvað sniðugt af ballinu!!!

Koma svo krakkar!!!

mánudagur, september 18, 2006

Talíbana fundur

Á laugardagskvöldið var Talíbana fundur haldinn. Alla vegana samkvæmt bekkjarfélögunum.

Það var afmæli hjá Borghildi og sátum þar í einhverja tíma. Svo var skellt sér á Fredagsbarinn í Teknikum en þar þekkja þeir ekki hugtakið loftræsting!! En staðurinn var pakkaður og brjálæðislega heitt og þungt loft þannig að við ákváðum að kíkja í bæinn. Við kíktum svo á Ryan's en þar voru fleiri íslendingar að djamma. Svo villtist ég á leiðinni heim til mín, áfengi og ókunnur staður, ekki alveg að gera sig.

En nú styttist í að maður fái heimsókn, bara 25 dagar í Auði og Víði!!!

En heyri bara í ykkur seinna.

föstudagur, september 15, 2006

Fyrsta bloggið að heiman.

Jæja, fyrsta bloggið skrifað að heiman!!!
Mín loksins komin með netið og get farið að hafa samband við umheiminn. Nú get ég verið á msn og skype, gaman, gaman!!!

Heyri í ykkur seinna.

miðvikudagur, september 13, 2006

Tölvan mín!!!

Loksins loksins er tölvan mín komin!!!

En nú vantar mig bara netið :(

Svo er bara einn mánuður þangað til að Auður og Víðir koma og ég get ekki beðið!!!

Nú er nóg að gera í skólanum, sat á kaffihúsi í 2 tíma í dag með nokkrum úr bekknum og teiknaði eitthvað hús, allt brjálað að gera!! :D Svo 2. október verður farið í skólaferð upp til Álaborgar að skoða einhverja léttsteypu og verður gist eina nótt. Þannig að planið er að fara allur bekkurinn saman út að borða og fara svo á djammið, það verður geggjað!! Svo var ákveðið að þjappa bekknum saman og gera eitthvað sniðugt, bara við, og það var pantað fyrir okkur í go-kart, út að borða og svo á djammið. Þeir eru svoldið hrifnir af áfengi hérna úti :D En þá fyrst fæ bekkurinn minn að sjá hvað ég er brjáluð keppnismanneskja, veit ekki hvernig það á eftir að virka.

Mamma hennar Ingu kemur um helgina og hún var beðin um að taka hákarl með sér, svo það verður íslensk stemning á mánudaginn í skólanum. Ég get ekki beðið eftir því að sjá andlitið á liðinu þegar dollan verður opnuð!!

En ætla að fara fá mér netið vonandi á morgun annars eftir helgi. Heyri bara betur í ykkur þegar netið er komið. Svo fæ ég smartsímann minn á laugardaginn en hann virkar ekki nema ég sé með netið þannig að ég læt ykkur vita.

Heyrumst.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Lyklavöld

Jæja komin 29. ágúst í danaveldi.

Ok í gær fékk ég lyklavöld af nýju íbúðinni minni og ég á fullu að gera allt reddi til að geta farið að flytja.

Það er allt komið á fullt í skólanum og í dag fengum við hópverkefni sem við eigum að flytja eftir viku. Ég skil ekki alveg hvað efnið sem við eigum að tala um tengist námin en það vill svo skemmtilega til að minn hópur á að fjalla um... GRÖFUR!!!! eða gravemaskine.

En nú styttist í að tölva komi, 2 vikur and counting!!!

Ætlaði nú bara aðeins að láta ykkur vita að ég væri á lífi. Heyrumst bara seinna.

laugardagur, ágúst 19, 2006

Róleg!!!

Okey það er ekki víst að ég verði þarna lengi í viðbót.
Er að sækja um íbúð sem, ef ég fæ, flyt í 1. sept. Minni íbúð en mikið nær bænum. Þaðan er ég tops 5 mínútur að hjóla í staðin fyrir að minnsta kosti korter!!! Læt ykkur vita um leið og ég frétti eitthvað.
Heyrumst svo bara seinna.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Íbúðin

Fyrirgefiði!!!

Ég er komin með íbúð og hún er 42 fermetrar að ég held, og þetta er heimilisfangið.

Rasmus Rask Kollegiet
Elmelundsvej 4 , 2322
Bolbro
5200 Odense V

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Cheak list

Jæja komið að því að gera cheak lista yfir það sem er búið að kaupa.
Það sem er komið er:
rúm
tölva
matarstell
eldhúsborð
sjónvarpsborð
sjónvarp
pottar
panna
ofn
sófaborð
skúringarsett
kúst
alls konar eldhúsdrasl
og að sjálfsögðu...

SVEFNSÓFI!!!

það eina sem vantar núna er hjól annars er ég bara orðin góð. Inga er alveg búin að vera tapa sér að hjálpa mér og ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar.

En í gær var farið til Århus og farið í IKEA á tveimur hæðum og það var geggjað. Ég var alveg að tapa mér, hefði alveg getað keypt og keypt og keypt. En þeir eru svo leiðinlegir hérna í Danmörku að þeir vilja alltaf fá pening fyrir allt sem maður kaupir!!

En það er komin matur hérna á hótel Ingu þannig að ég heyri bara í ykkur seinna,
hilsen.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Laugardagur

Jæja ég alltaf jafn heppin, í dag var ákveðið að þrífa allt kollegie-ið hjá Ingu og Markúsi og mín átti að taka þátt í því. Það átti að byrja kl 9 en þar sem ég, Inga og Markús vorum með My name is Earl maraþon í gær vaknaði ég ekki fyrr en kl 12!!! Góður!! En það skipti víst engu máli því það ringdi og þá var ekki hægt að gera það sem átti að gera í garðinum og allir settir í þrífa inni og ekkert fyrir mig að gera :D. Inga skutlaðist svo að versla fyrir afmælið hennar Thelmu sem verður á morgun og ég að passa Tinnu. Svo fórum við að gera brauðtertur og heita rétti og bara eitthvað að vesenast og allt í einu var komið að matnum en það var sameiginleg máltíð með öllum í húsinu. Eftir matinn var svo bara afslöppun og svo byrjaði partýið en Inga er næst mesti Sing-star fan sem ég þekki (Gunga vinnur hana ;)) og það var sungið og sungið. En það eru allir barnlausir að spá í að fara í bæinn og bara til að greiða fyrir allan matinn og annað frá því að ég kom ætla ég að vera heima og sjá um börnin. Það verður gaman hjá mér í fyrramálið að klára að ganga frá öllu fyrir afmælið með þunnri Ingu :D.
En ég heyri bara í ykkur seinna,
hilsen frá Danmörku.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Danmörk

Jæja þá er maður lentur og búin að koma sér ágætlega fyrir hjá Ingu og Markúsi. Fórum í gær að athuga með íbúð og fundum eina sem ég get fengið á þriðjudaginn en hún er lengst úti í rassgati. Ætlum aftur í dag að athuga almenna markaðinn og svo á mánudaginn er road trip, það á að bruna í IKEA í Árhúsum og tapa sér þar.
Veit ekki hvað ég eigi að segja ykkur meira, heyrumst bara seinna.
Anna í danaveldi.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Ohh

Seinasta bloggið frá Ísland þanga til um jólin.

En ég ætla bara að segja takk fyrir gærkvöldið og ég á eftir að sakna ykkar geggjað.
Ég læt ykkur vita svo vita um leið og ég kaupi mér tölvu, fæ mér íbúð og símanúmer og svo verðið þið bara að koma í heimsókn.

Hlakka til að sjá ykkur :D

föstudagur, ágúst 04, 2006

Örugglega

Ég er hætt að taka mark á þessum prófum ykkar, þau passa aldrei!!!




You Are A Martini



You are the kind of drinker who appreciates a nice hard drink.

And for you, only quality alcohol. You don't waste your time on the cheap stuff.

Obviously, you're usually found with a martini in your hand. But sometimes you mix it up with a gin and tonic.

And you'd never, ever consider one of those flavored martinis. They're hardly a drink!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Common!!

Ekki láta svona!!


I am 52% loser. What about you? Click here to find out!

Glætan

Kaupi þetta ekki!!

I am nerdier than 16% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Jæja

Mín núna búin að kaupa sér miða!!
Ég yfirgef landið þriðjudaginn 8. ágúst kl 15:30.
Verð hjá Ingu alla vegana 8. - 17. ágúst og svo er hitt bara seinna tíma vandamál :D

Ætlaði að bara aðeins að tilkynna þetta og læt ykkur vita um annað seinna.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Loksins loksins

Jæja þá er mín loksins komin með blogg. Kannski komin tími til. En mér ber víst skylda að koma með fréttir að utan. Einhver helvítis frekja í henni systur minni. En nenni ekki segja ykkur neitt núna, kemur örugglega eitthvað fljótlega.