sunnudagur, október 28, 2007

Heimsóknir

Jæja komin tími á að blogga um þegar heimsóknir sem er búnar að vera í gangi.

Um seinustu helgi skellti ég mér á miðvikudeginum til Köben að hitta Atla. Vorum búin að ákveða að skella okkur í Tívolí. Hittumst á Hovedbandgården í Köben þar sem við skildum farangurinn okkar eftir svo við þyrftum ekki að dröslast með hann allan daginn. Við skelltum okkur í öll almennulegu tækin einu sinni og þá gat ég ekki meira. Fékk þvílíkt í magann og var á mörkunum að æla. Ekki vinsæl hjá Atla, hann var búinn að hugsa þetta þannig að við færum alla vegana 3x í öll bestu tækin. Við prófuðum að taka smá pásu frá Tívolíinu og tölta á strikinu og leita að draslbúðinni sem við fundum svo á endanum.
Við fengum okkur svo að borða á einhverju kaffihúsi áður en við tókum lestina til Gunna og Jónu, 4 tímar í lest!!! Ætla bara þakka Ásdísi frænku fyrir það að hafa lánað Atla ferða DVD spilarann hennar. Gunni kom svo og sótti okkur á brautastöðina með sitthvorn kaldan fyrir okkur og svo var bara rólegt kvöld eftir það. Á fimmtudagskvöldinu eldaði Atli íslenskt lamb fyrir okkur með íslensku kaftöflugratíni, heppnaðist ágætlega hjá honum. Eftir matinn fórum við og hittum vini Gunna og Jónu á Bryggeriet minnir mig og það var drukkið ágætlega það kvöld. Á föstudeginum var Gunni búin að plana stráka Go-cart og ég og Jóna ætluðum bara að finna okkur eitthvað að gera, svo fattaði Jóna allt í einu að hún var að fara á einhverja kynningu hjá skólasystur sinn þannig að ég skellti mér bara með í stráka Go-cart og tapaði ekki, vorum 10 og ég var í 9unda :D Um kvöldið hittist hverfið hjá Gunna upp í keiluhöll, sem einn nágranna Gunna á, þar var keilað, borðað hlaðborð, keilað meira og drukkið endalaust fyrir 100 krónur danskar. Getum bara sagt að við frændsystkinin nýttum okkur það. Þegar okkur var hent út vegna lokunar skelltum við Atli okkur í bæinn, drukkið meira, Atli reynda drepa Möllu, drukkið ennþá meira, dansað, drukkið meira og geðveikt stuð. Við Atli nenntum ekkert að vera að fá okkur leigubíl, ákváðum að labba heim og þessi göngutúr okkar ætti að fara í sögubækurnar. Bara snilld. Á laugardeginum kíktum við í búðir þar sem Herdís átti á föstudeginum og við vildum senda henni eitthvað með Atla. Fórum svo út að borða á Mongóliskt bbq, besti matur í heimi, kíktum svo á kaffihús og hittum vini þeirra aftur þar. Þeir sem að þekkja mig finnst kannski ekki skrítið að ég ákvað að vera edrú þetta laugardagskvöld og fór svo snemma heim að sofa. Sunnudagurinn fór svo í mest lítið, fengum okkur hálfa hálfmána í kvöldmat áður en ég tók lestina aftur til baka. Takk fyrir mig og takk fyrir SNILLDAR HELGI!!!

Mamma og Sæmi komu svo á fimmtudaginn síðasta, þannig að fyrri hluta vikunar var ég að þrífa. Mamma hringdi í mig þegar þau voru komin í lestina og sagðist ætla að hringja þegar þau væru komin nær. Þegar ég var að vinda tuskuna eftir að hafa þurkað af seinast borðinu hringdu þau og sögðust standa fyrir utan, góð tímasetning. Við löbbuðum upp í bæ og kíktum í nokkrar búðir, settumst á pub og keyptum svo gjöf handa Kim. Fengum okkur geggjaðan kvöldmat, versluðum aðeins í ísskápinn, töltum heim og spjölluðum svo bara. Á föstudeginum fórum við í heimsókn til Kim og hann var búinn að plana allan daginn. Löbbuðum um Faaborg, fengum hádegismat og svo var bara spjallað og spjallað. Þegar kom að því að fara heim vorum við búin að missa af rútunni og hefðum þurft að bíða í einn og hálfan tíma eftir næsta vagni, Kim hemtaði að fá að skutla okkur heim sem var ágætisferð. Fengum okkur svo bara slísí pizzu í matinn og sátum svo og spiluðum og drukkum smávegis um kvöldið. Á laugardeginum var Inga búin að bjóða okkur í Brunch, geggjuð súpa, við ákváðum nefnilega að mömmurnar okkar þyrftu að kynnast, við eigum það nefnilega alveg til að láta þær redda einhverju fyrir okkur á Íslandi. Við kíktum svo í Rosengårdscentret og versla smávegis, við mæðgurnar ekkert rosalega vinsælar hjá Sæma. Fórum heim með alla pokana, þau pökkuðu og svo fengum við okkur Goa á leiðinni upp á lestarstöð. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn.

Jæja, þetta ætti að duga í einhvern tíma. Það kemur væntanlega blogg í næstu viku þar sem í fyrramálið verður farið í skólaferðalag yfir eina nótt. Alltaf eitthvað skemmtilegt sem gerist í þeim.

Heyrumst seinna.

föstudagur, október 12, 2007

Heim og heim aftur

Góðan daginn.
Fyrir þá sem ekki vita var ég á Íslandi seinustu helgi. Þeir sem hittu ekki á mig hefðu bara átt að mæta á geðveikt ball í Krikanum. Ég var reyndar búin að ákveða að vera ekkert allt of mikið að fara í heimsóknir, hafði nefnilega ekki allan tímann í heiminum, en ég fór að sjálfsögðu til Herdísar og Ragga og Diddu með pakka. Strákurinn hjá Diddu og Ragga er ekkert smá sætur, hlakka bara til að sjá hann aftur um jólin og þá með litlu frænku eða frænda sínum.
Helgin var samt snilld. Föstudagssteiktu a la mamma með stelpunum hans Sæma og systkinunum og svo bara setið og spjallað. Laugardagurinn byrjaði upp á 8 fyrir leik og svo rúta tekin á leikinn sem að sjálfsögðu vannst, bara stemmning. Eftir leik var tekin einn bjór á 8unni áður en liðið fór heim að sturta sig. Auður, Víðir og Gunga komu svo til mömmu eftir mat þar sem við flest fengum okkur aðeins í stóru tánna en aðrir alla leið upp að hné. Sæmundur labbaði svo með okkur á ballið til að hitta Lobbu og Gulla en endaði svo að nenna ekki að bíða eftir þeim. Ballið var geggjað!!! Paparnir klikka ekki, hvað þá þegar Bubbi syngur með þeim. Hitti fullt af vitleysingum sem ég hef ekki djammað með í heillangan tíma. Sumir kynntust því hversu mikið þorp Hafnarfjörður getur verið, allir vita allt um alla og frétta allt. Sunnudeginum var að sjálfsögðu ekki eytt í þynnku, bara drifið sig út og kíkt á ömmu og í Kringluna og gert eitthvað að viti. Við systkinin kíktum svo á gamla manninn í mat á sunnudeginum. Eftir mat fór ég á kveðjurúnt. Byrjaði á að kíkja á friðarsúluna með Gungu, góður ís. Sótti svo Atla til að fara í morgunkaffi hjá Ásdísi og kíkti svo loks á Auði. Mánudagurinn fór svo í það að fara í Fjarðarkaup og versla vörur sem fást ekki í danaveldi. Geggjuð ferð.

Hef samt komist að því að það getur verið svolítið hættulegt að fljúga með Gunna frænda, ef það gerist einhver tímann aftur vona ég að Jóna verði líka með í för.