þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Lyklavöld

Jæja komin 29. ágúst í danaveldi.

Ok í gær fékk ég lyklavöld af nýju íbúðinni minni og ég á fullu að gera allt reddi til að geta farið að flytja.

Það er allt komið á fullt í skólanum og í dag fengum við hópverkefni sem við eigum að flytja eftir viku. Ég skil ekki alveg hvað efnið sem við eigum að tala um tengist námin en það vill svo skemmtilega til að minn hópur á að fjalla um... GRÖFUR!!!! eða gravemaskine.

En nú styttist í að tölva komi, 2 vikur and counting!!!

Ætlaði nú bara aðeins að láta ykkur vita að ég væri á lífi. Heyrumst bara seinna.

laugardagur, ágúst 19, 2006

Róleg!!!

Okey það er ekki víst að ég verði þarna lengi í viðbót.
Er að sækja um íbúð sem, ef ég fæ, flyt í 1. sept. Minni íbúð en mikið nær bænum. Þaðan er ég tops 5 mínútur að hjóla í staðin fyrir að minnsta kosti korter!!! Læt ykkur vita um leið og ég frétti eitthvað.
Heyrumst svo bara seinna.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Íbúðin

Fyrirgefiði!!!

Ég er komin með íbúð og hún er 42 fermetrar að ég held, og þetta er heimilisfangið.

Rasmus Rask Kollegiet
Elmelundsvej 4 , 2322
Bolbro
5200 Odense V

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Cheak list

Jæja komið að því að gera cheak lista yfir það sem er búið að kaupa.
Það sem er komið er:
rúm
tölva
matarstell
eldhúsborð
sjónvarpsborð
sjónvarp
pottar
panna
ofn
sófaborð
skúringarsett
kúst
alls konar eldhúsdrasl
og að sjálfsögðu...

SVEFNSÓFI!!!

það eina sem vantar núna er hjól annars er ég bara orðin góð. Inga er alveg búin að vera tapa sér að hjálpa mér og ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar.

En í gær var farið til Århus og farið í IKEA á tveimur hæðum og það var geggjað. Ég var alveg að tapa mér, hefði alveg getað keypt og keypt og keypt. En þeir eru svo leiðinlegir hérna í Danmörku að þeir vilja alltaf fá pening fyrir allt sem maður kaupir!!

En það er komin matur hérna á hótel Ingu þannig að ég heyri bara í ykkur seinna,
hilsen.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Laugardagur

Jæja ég alltaf jafn heppin, í dag var ákveðið að þrífa allt kollegie-ið hjá Ingu og Markúsi og mín átti að taka þátt í því. Það átti að byrja kl 9 en þar sem ég, Inga og Markús vorum með My name is Earl maraþon í gær vaknaði ég ekki fyrr en kl 12!!! Góður!! En það skipti víst engu máli því það ringdi og þá var ekki hægt að gera það sem átti að gera í garðinum og allir settir í þrífa inni og ekkert fyrir mig að gera :D. Inga skutlaðist svo að versla fyrir afmælið hennar Thelmu sem verður á morgun og ég að passa Tinnu. Svo fórum við að gera brauðtertur og heita rétti og bara eitthvað að vesenast og allt í einu var komið að matnum en það var sameiginleg máltíð með öllum í húsinu. Eftir matinn var svo bara afslöppun og svo byrjaði partýið en Inga er næst mesti Sing-star fan sem ég þekki (Gunga vinnur hana ;)) og það var sungið og sungið. En það eru allir barnlausir að spá í að fara í bæinn og bara til að greiða fyrir allan matinn og annað frá því að ég kom ætla ég að vera heima og sjá um börnin. Það verður gaman hjá mér í fyrramálið að klára að ganga frá öllu fyrir afmælið með þunnri Ingu :D.
En ég heyri bara í ykkur seinna,
hilsen frá Danmörku.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Danmörk

Jæja þá er maður lentur og búin að koma sér ágætlega fyrir hjá Ingu og Markúsi. Fórum í gær að athuga með íbúð og fundum eina sem ég get fengið á þriðjudaginn en hún er lengst úti í rassgati. Ætlum aftur í dag að athuga almenna markaðinn og svo á mánudaginn er road trip, það á að bruna í IKEA í Árhúsum og tapa sér þar.
Veit ekki hvað ég eigi að segja ykkur meira, heyrumst bara seinna.
Anna í danaveldi.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Ohh

Seinasta bloggið frá Ísland þanga til um jólin.

En ég ætla bara að segja takk fyrir gærkvöldið og ég á eftir að sakna ykkar geggjað.
Ég læt ykkur vita svo vita um leið og ég kaupi mér tölvu, fæ mér íbúð og símanúmer og svo verðið þið bara að koma í heimsókn.

Hlakka til að sjá ykkur :D

föstudagur, ágúst 04, 2006

Örugglega

Ég er hætt að taka mark á þessum prófum ykkar, þau passa aldrei!!!




You Are A Martini



You are the kind of drinker who appreciates a nice hard drink.

And for you, only quality alcohol. You don't waste your time on the cheap stuff.

Obviously, you're usually found with a martini in your hand. But sometimes you mix it up with a gin and tonic.

And you'd never, ever consider one of those flavored martinis. They're hardly a drink!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Common!!

Ekki láta svona!!


I am 52% loser. What about you? Click here to find out!

Glætan

Kaupi þetta ekki!!

I am nerdier than 16% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Jæja

Mín núna búin að kaupa sér miða!!
Ég yfirgef landið þriðjudaginn 8. ágúst kl 15:30.
Verð hjá Ingu alla vegana 8. - 17. ágúst og svo er hitt bara seinna tíma vandamál :D

Ætlaði að bara aðeins að tilkynna þetta og læt ykkur vita um annað seinna.