sunnudagur, mars 18, 2007

Alright

Fyrsta bloggið sem 24 ára. Takk fyrir allar kveðjurnar.
Þetta verður bara stutt núna, er að fara í skólaferðalag bright and early í fyrramálið. Ég á að vera mætt upp á brautarstöð kl 6:00, kemur í ljós hvernig það gengur. Alla vegana verð ég fram á miðvikudag og það er planað grill og sing star og þetta verður bara geggjað. Tek myndavélina með og sýni ykkur hvernig var einhver tíman seinna í vikunni.
Heyri bara í ykkur seinna.

föstudagur, mars 02, 2007

Hahaha

Fékk þessa mynd senda frá mömmu. Bara fyndið!!!


fimmtudagur, mars 01, 2007

Jæja

Ok veit ég ætlaði ekki að blogga í dag en ég hef eiginlega ekkert betra að gera. Á að vera að skrifa ritgerð um stöðuleika bygginga, á dönsku að sjálfsögðu. Var byrjuð eftir skóla í dag en svo allt í einu varð eiginlega allt rafmagnslaust!!! Tölvan datt að sjálfsögðu út en Inga var svo heppin að hennar tölva var í lagi. Ég var búin að prenta út þannig að ég hafði eitthvað að lesa um þetta. Tölvan poppaði svo allt í einu í gang en var ekki nettengd og ég komst heldur ekki á skóladrifin og gat ekki opnað verkefnið mitt. Ég fór á skrifstofuna og spurði hvenær ég kæmist á drifið mitt, nei nei, allar tölvurnar í skólanum virkuðu ekki, frábært. Nett pirruð eins og er.

En alla vegana, þá komu mamma og Sæmi í seinustu viku. Ég fór á laugardeginum til Köben og hitti mömmu, Sæma og Írisi uppi á flugvelli. Það var geggjað að hitta þau. Laugardagurinn fór eiginlega í ekki neitt, röltum um bæinn, setumst á kaffihús og dúlluðum okkur bara. Á sunnudeginum keyrðum við til Malmø og skoðuðum okkur um þar en Sirrý kom svo um kvöldið. Við mættum upp á völl með danska fánann og hjartablöðrur, smá húmor. Íris á fór svo í skólann mánudagsmorguninn og eftir það röltum við niður í bæ að skoða okkur um. Mamma var eitthvað óhress með fatasmekkinn hjá mér þannig að þriðjudagurinn fór í það að finna buxur á mig. Alltaf gaman að fá mömmu í heimsókn. Eftir að við fundum buxur var ákveðið að fara í IKEA og verslunin í Köben er geggjuð, á 3 hæðum og bara víðáttubrjálæði. Þar var fjárfest í ýmsu í búið hjá mér. Keypti hillu sem er 190 cm og tók smá pláss í Zafirunni. Vinsæl!! Miðvikudagsmorguninn fór Íris aftur í skólann og eftir það keyrðum við svo yfir til mín en það var byrjað að snjóa. Danir vita varla hvað snjór er, það snjóar svo sjaldan hér. Þegar við komum yfir á Fjón var allt grænt og vænt. Fimmtudeginum var svo eytt í road trip, keyrðum til Vejle þar sem frænka Sæma er með fjölskyldu, hún bakaði vöflur í allt liðið. Eftir kaffið keyrðum við til Sønderborg og kíktum á Gunna og Jónu, Möllu og Ými. Vorum með íslensk lambalæri handa liðinu. Fórum út að borða með Gunna og Jónu og ákváðum svo að leggja í hann aftur heim til mín. En það var snjór á leiðinni og danir, akstur og snjór passar ekki saman og það var ekki fyrir Sæma að keyra motervejen á 60 þar sem má keyra á 120. Þannig hann var alltaf sá sem var að taka fram úr, en það var yfirleitt komin lest á eftir honum á vinstri. Gaman að upplifa íslenska akstur í Danmörku. Á föstudaginn var rigning, vindur og kalt, við fórum á rúntinn og keyrðum um Odense. Röltum svo aðeins um, kítum á H. C. Andersen húsið og aðeins á göngugötuna og svo sýndi ég þeim skólann. Seinni partinn keyrðu mamma, Sæmi, Íris og Sirrý svo aftur til Köben og ég hafði slottið út af fyrir mig. 5 manns í 25 fermetrum er svolítið mikið. Á laugardeginum gerði ég nákvælega ekki neitt og það var geggjað, aðeins að anda eftir túristaleikinn með liðinu. Á sunnudeginum kom svo pabbi, ég rölti með honum um bæinn, sýndi honum skólann og að sjálfsögðu slottið. Það var ekkert smá gaman að hitta alla og fá alla í heimsókn. Þið eruð alltaf velkomin!! Þið hin að sjálfsögðu líka ;)

En svo eru aðal fréttirnar...

Ég er að koma á klakkann eftir 29 daga!!! Það verður geggjað og ég verð í 11 daga!!! Get ekki beðið eftir að hitta alla!!! Smá aukafréttir, ég á afmæli eftir 6 daga, bara svona svo þið munið eftir því. Verð reyndar á rúntinum í Århus en ekki hika við að hringja ef þið viljið, helst samt eftir 5.

Vona að þetta dugi í bili og þið hættið að væla ;)
Heyri bara í ykkur.

Brjálað að gera

Ég er á lífi!!!
Það er bara brjálað að gera og ég hafði hugsað mér að blogga á föstudaginn eða um helgina. Smá þolinmæði.
Heyri í ykkur.