miðvikudagur, júní 11, 2008

Dagur 2 hjá lúðabarninu...

Jæja, núna er á að drepast í öllum líkamanum. Það tekur greinilega á að taka svona veltu.
En ég ákvað að vera rosalega sniðug og fara að kaupa mér sótthreinsandi og almennilegan plástur í apótekinu og nú svíður mér geðveikt, aumingja Anna, snökt snökt.

Ég er búin að láta hlæja þvílíkt af mér, þannig að ég ákvað að festa áverkana á "filmu" og sýna ykkur.

Þetta er hendin á mér, stokkbólgin og skinnlaus...


Svo er það að sjálfsögðu tölvugreyið mitt..



Ég veit ekki hvort þið sjáið það en það eru línur sem fara frá stóru klessunni alveg að litlu klessunum efst og neðst á skjánum. (Veit ekki einu sinni hvort þið sjáið litlu klessurnar...)

þriðjudagur, júní 10, 2008

Litla lúðabarn...

Eitthvað það fyndnasta sem hefur gerst fyrir mig, gerðist í dag.

Ég var að hjóla heim úr skólanum sem er ekki frásögu færandi nema ég er alltaf svo sniðug og heppin.
Þeir sem að ekki vita, þá er ég alltaf með veski sem fer yfir öxlina og er með þó nokkuð löngu bandi. Ég er í valfagi í skólanum núna og það eru ekki nógu margar tölvur fyrir alla og ég þarf að fara með mína í skólann.
Ég var með tölvubakpokann, veskið og peysu í körfunni framan á hjólinu og það eina sem ég sá af því sem var í körfunni var bakpokinn. Ég var bara í góðu rúlli á leiðinni heim og svo allt í einu fór allt í bremsu á framhjólinu, hjólið stoppar og svo flippar það. Ég flýg fram fyrir mig, fatta að setja hendurnar fyrir mig og finn svo bara hnakkinn í hausinn.
Andri sem er með mér í skólanum var vitni að þessu en hann er greinilega orðinn svo dansku að hann hló ekkert að mér.
Ég er með geðveikan marblett á lærinu, kúlu á hausnum, sár í lófunum, svo vantar næstum því allt skinn á annan olnbogann og ónýtt hjól.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim, var að hringja í Ingu og gleðja hana með þessari sögu minni.
Það er samt fleira ónýtt en bara hjólið, því miður.
Þar sem ég var með tölvuna með mér og í körfunni framan á, tjónaðist hún töluvert. Ég var með bluetooth mús í tölvutöskunni og hún lenti greinilega undir tölvunni því það er far á skjánum þar sem músin var.
Ég er náttúrulega svo séð og þekki sjálfa mig aðeins er ég með ólukkutryggingu eins og það heitir á góðri íslensku og ég ætla að bjalla í tryggingafyrirtækið á morgun og spjalla við þau.
Ég gæti verið að fara að fá pening fyrir tölvuna og hjólið, aldrei að vita.

En alla vegana, búin í prófum, búin að slasa mig og bara tæpur mánuður í heimkomu.
Hlakka til að sjá ykkur og endilega commentið, ég get alveg hlegið af þessu og ég veit að þið getið alveg skotið...
Bring it on!!!