þriðjudagur, júní 26, 2007

Alive

Halló halló.
Aðeins að sýna smá líf hérna. Ég er sem sagt komin til Íslands og búin að vera rúma viku. Ýmislegt búið að gerast þessa vikuna, búin að hitta stóran hluta af fjölskyldunni, hitti mömmu og pabba eiginlega daglega í vinnunni, hitti svo flesta úr föðurfjölskyldunni í 40 afmæli hjá Hrund.
Loksins komst ég á völlinn, búin að bíða lengi eftir því, dreif mig meira að segja á landsleik hjá íslenska kvennaliðinu í fótbolta.
Annað sem ég hef gert...

Helgarfell...

Check.



Esjan...

Cheak.

Maður er næstum því ready til að fara að rölta á Hornströndum.

Jehh right.


Ég á víst að vera að vinna núna þannig að ég heyri bara í ykkur seinna.
Heyrumst.

fimmtudagur, júní 14, 2007

4 dagar

Halló halló.
Mér gekk ágætlega í prófinu, fyrirlesturinn gekk mjög vel og svaraði þeim spurningum sem ég gat.
Skiptir kannski ekki máli núna, ég er komin á næstu önn með öllum öðrum úr bekknum. Allir ánægðir með það. Við vorum sérstaklega ánægð þegar einn strákur úr bekknum sagði sig úr skólanum daginn fyrir próf, vorum byrjuð að pæla í því hver þyrfti að vera með honum í hóp næstu önn. Hann mætti aldrei, lærði ekki neitt og ekkert rosalega mikil félagsvera, erfitt að vinna með svoleiðis fólki.
Allavegana ég fékk 8 og mjög ánægð með það.
Nú eru bara 4 dagar í klakann og ég get ekki beðið!!
Ég er allavegana búin að finna stað þar sem get farið í heimsókn hvenær sem er, skilst að Hermann frændi minn sé kominn í "sumarfrí". Hann verður þá væntanlega tilbúinn með kaffi á könnunni fyrir frænku sína.
Heyri bara betur í ykkur í næstu viku.
Anna

mánudagur, júní 11, 2007

Frábært!!

Góðan daginn. Long time no hear. Fyrst ég á að vera semja fyrirlesturinn minn fyrir prófið á miðvikudaginn, ákvað ég nú að taka smá pásu og blogga.
Helst í fréttum er að nú er bara vika í klakann!! Almost there.
Próf á miðvikudaginn eins og hefur komið fram, hef ekki heyrt um neinn sem hefur fallið þannig að ég er nokkuð bjartsýn. Læt ykkur vita betur eftir prófið hvernig gekk.
Kannski það allra mikilvægasta er, og kannski eiga sumir eftir að öfunda mig, ég er að deyja. Búið að vera 30° seinustu daga og ég er að kafna. Ég er ekki gerð fyrir svona mikinn hita og svo er náttúrulega ekki til fyrirbærið vindur í Danmörku!!! Það er ekki einu sinni hægt að fara fyrir horn til að kæla sig niður eins og heima. Bjóst aldrei við að ég myndi sakna vindsins en það eru reyndar ótrúlegustu hlutir sem maður saknar.
Heyri bara betur í ykkur eftir prófið.
Over and out.
Anna