sunnudagur, apríl 20, 2008

Sumar...


Haldiði að það sé ekki bara að koma sumar í danaveldi...
Ég náði alla vegana að brenna á nebbanum í dag, bara skondið.
Þurfti bara aðeins að rub it in.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Mynd af sófanum...

Einmitt, mynd af sófanum...
Allt í vinnslu, sitt einmitt í sófanum núna en er ekki búin að taka mynd. Veit ekki afhverju.
Jú reyndar veit ég það... ég get ekki sett mynd á netið af heimilinu mínu allt í drasli. Þannig að myndin kemur þegar allt ef spikspan ;)

Alla vegana er ég núna að horfa á nokkuð spennandi þátt sem fjallar um læknamistök þegar brjóst eru stækkuð. Það er einhver kona í Árhús sem er eiginlega þekkt fyrir að klúðra því en hún er ennþá að gera þessar aðgerðir!!!
Komst að því að það er eiginlega ekki fræðilegur möguleiki að fá lækna svipta læknaréttindunum þó þeir geri ítrekað einhver mistök. Það hefur gerst 2 SINNUM í Danmörku. Það finnst mér geðveiki.
Er að fatta hversu ólík lönd Ísland og Danmörk eru, það er ekki hægt að vera svona læknir á Íslandi af því að það frétta alltaf allir allt!! Danmörk er dulítið stærri og það fréttist ekki jafn mikið, eina sem þú getur gert er að google lækninn og vona að þeir sem hafa lent í einhverju hafi skrifað það á netið og það er ekkert víst.

Þurfti bara aðeins og tappa af og set inn mynd fljótlega, býst við að taka til um helgina en lofa engu.

Heyrumst.