föstudagur, ágúst 31, 2007

31. ágúst 1997

Munið þið hvar þið voruð fyrir 10 árum upp á dag?
Látið mig endilega vita ef þið munið það.

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Restin af sumrinu.

Hér kemur restin af sumarblogginu.

Fór á Káta daga, það var geggjað.
Verslunarmannahelgin byrjaði á fimmtudegi á Viktor með Auði, Gungu og Þórdísi. Föstudagurinn var rólegur, laugardagurinn var upp í bústað. Á sunnudeginum fórum við Auður til Ásrúnar og Franks og tókum smá 16 ára djamm. Mánudagurinn var svo rólegur en þriðjudagurinn fór í frændsystkinagrill hjá Ásdísi og smá trampólín æfingar.

GEGGJAÐ SUMAR!!!

Loksins sumarbloggið komið.

Heyri bara í ykkur seinna.

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Ricky Gervais 'Politics' - Favorite Leaflet (Full Version)

Bara snilld.
Nennti ekki að blogga blogga.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Sumarið 2007

Jæja loksins ætla ég að drulla mér í að segja aðeins frá sumrinu, veit ég á nefnilega ekki eftir að nenna því eftir að skólinn byrjar, sem er á morgun. Alla vegana here it comes...

Ég kom til landsins 18. júní og byrjaði að vinna daginn eftir. Bara stemning, vann þar í 2 mánuði og veit eiginlega ekkert hvað ég var að gera eða átti að vera að gera.

Það var farið í nokkur ferðalög í sumar það fyrsta var gangan með familíunni. 6 júlí var brunuðu ég og Jói eftir vinnu til Búðardals að hitta restina af liðinu. Auður og Víðir komu frá norðurlandi en restin úr bænum. Restin var mamma og Sæmi, Berta, Hólmgeir, Íris og Sirrý. Að venju var helvíti gaman hjá okkur en fólk komst að því að það hefði misreiknað tilgang ferðarinnar. Þar sem ég og Jói vorum þau einu sem vorum ekki með tjald, tjaldvagn eða fellihýsi ákváðum við á laugardeginum að bruna til Borganess og ná í Vínbúðina með lista frá liðinu. Hittum þau svo seinna um daginn rétt hjá Hólmavík.

Gistum svo næstu nótt á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, þar sem við krössuðum ættarmót og vorum misvinsæl. Þar byrjaði líka kríuævintýrið. Þar var geggjaður frisby völlur og í norðurfirði var svo geggjuð sundlaug sem við skelltum okkur í.

Á sunnudeginum mætum við svo í Norðufjörð þar sem báturinn sem sigldi með okkur til Látravíkur. Sjóferðin var geggjuð, ég, Auður og Betra athuguðum hversu færar við værum á brimbretti og við vorum allt í lagi. Hólmgeir var upptekinn alla ferðina við að æla ekki. Sæmi þekkti náttúrulega báða kallana á bátnum, einhverjir frá vestfjörðum. Við vorum með heillan helling af drasli með okkur og fylltum farangursrýmið í bátnum og gott betur. Við komumst að því þegar við vorum komin á leiðarenda að engin af okkur fyrir utan mömmu og Sæma vissi að við ættum að fara seinasta spottann í gúmmítuðru. Þar af leiðandi var engin klæddur til þess. Hólmgeir dó næstum því í þeirri ferð en eignaðist heillagrip, selinn Snorra, sem bjargaði víst bátnum frá því að velta. Hann kynnti okkur fyrir honum þegar við hin vorum komin í land og sagðist óska að hann hefði haft byssu til að skjóta hann og stoppa hann upp. Við lærðum svo að fara í línu, og komumst að því að við vorum helvíti klár í því. Þegar við komust upp í vita þurfti að skipta liðinu niður á herbergi, Berta "frekja" gat ekki sofið með neinum í herbergi sem hraut eða talaði í svefni, ekkert vesen á henni. Ég, Berta, Hólmgeir, Auður og Víðir vorum í öðru herberginu og mamma, Sæmi, Jói, Sirrý og Íris í hinu. Ég komst að ýmislegu um Bertu og Hólmgeir sem ég hefði getað lífað hamingjusamlega án þess að hafa nokkru sinni frétt.

Á mánudeginum var svo lagt af stað í gönguna sjálf, þar voru heilmargir brandarar en sá sem lifir ennþá er 400 metrar og halda hæðinni. Ég býst ekki við að Hólmgeir fái nokkur tímann að gleyma því. Alla vegana var landslagið geggjað og ég komst að því að ég hafði ekki hugmynd um það hvernig Vestfirðirnir litu út. 11 tíma ganga og byrjað að plana næstu, ekki kannski alveg fyrir mig en félagskapurinn geggjaður og býst við að láta draga mig í næstu ferð líka.


Á þriðjudeginum fórum við með bátnum til Reykjafjarðar, smá panik á morgun sárið, vaknaði og frétti að ég hefði 20 mínútur til að vakna, fá mér að borða og koma draslinu niður í fjöru, en sem betur fer breytist það í 2 tíma. Þar sem við vorum löngu reddy og komin niður í fjöru áður en báturinn kom fundum við okkur eitthvað að gera. Við fórum að hreinsa fjöruna fyrir vitavörðinn, svo hann kæmi sínum bát á flot. Smá amish í gangi.


Loksins kom svo báturinn og við lögðum af stað til Reykjafjarðar, þurftum ekki að fara í gúmmítuðru þar, þar var bryggja okkur til mikillar hamingju. Við þurfum ekki einu sinni að bera draslið okkar að kofunum, helvíti mikill lúksus. Eftir mikla frekju var ákveðið að halda sömu svefnhópum og hvar hóparnir ættu að gista. Hólmgeir og Berta vildu endilega tjalda og fá ekki marga punkta fyrir það, þar sem krían sem áttir hreiður rétt hjá byrjaði með leiðindi um leið og tjaldið fór upp og lét okkur ekki í friði eftir það.
Við fréttum að við gætum fengið vöflur eða eitthvað álíka uppi í aðalhúsi og ákváðum að skella okkur á það. Á leiðinni þangað kom gullmoment að Jóa áliti, mér fannst það ekkert svo sniðugt. Krían var alveg brjáluð og ég held að ég hafi verið sú 5 í röðinni yfir en hún ákvað að ráðast á mig, ég hef svo mikla sjálfsbjargarviðleitni og ég hrundi í jörðina í fósturstillingu, drop down and play dead. Allir biluðust úr hlátri, bróðir minn sérstaklega, Hólmgeiri fannst þetta ekki alveg jafn fyndið og hinum, hann var sá eini sem sýndi þessu einhver skilning. Við erum víst álíka hrifin af þessum helvítið kríum. Eftir geggjað lummupartý leiddist okkur aðeins, strákarnir fengu reyndar mest að kenna á því, það var smá dragmáling í gangi. Ég á fullt að myndum af því en út af góðmennsku ætla ég ekki að setja þær á netið. Í Reykjafirði er geggjuð sundlaug og var að sjálfsögðu farið í hana og sumir fóru í aðra göngu. Það var einmitt í Reykjafirði sem ég rústaði Hólmgeiri í keppni okkar á milli, en sú keppni gekk út á það hvort okkar var morgunfúlla, þeir sem þekkja mig finnst það kannski ekkert skrítið. Ég var vakin miðvikudagsmorguninn með brjáluðu pikki í öxlina af Hólmgeiri, ég svar illa, of lítið og var með túrverki, mín varð brjáluð og ég held að ég hafi ekki talað við neinn í 2 tíma. Hólmgeiri fannst þetta stórsniðugt. Þegar ég var að klára að pakka kom Hólmgeir aftur og byrjaði aftur með pikkið, hann var ekki lengi að fá stútfullan bakpoka í sig og ég ákvað að hefna mín á honum og byrjaði að pikka á móti. Það fannst honum ekki alveg jafn pirrandi og mér, ekki fyrr en Berta sagði mér að ég ætti að pikka í bringuna á honum, þá gekk þetta allt saman. Takk Berta.
Eftir að koma í land í Norðufirði ákváðum við að tjalda eina nótt til viðbótar saman og brunuðum við til Hólmavíkur. Þar kom brandari ferðarinnar og var það samvinna hjá mömmu og Sæma, allir í formi, formi, kökuformi. Það munaði ekki miklu að við hefðum misst einn úr hópnum á þeim tímapunkti vegna köfnunar. Á fimmtudeginum fóru ég, Jói, Sirrý og Íris svo í bæinn, hin fóru á eitthvað meira flakk um vestfirðina.
Þetta var geggjuð ferð í alla staði og spil ferðarinnar var veiðimaður, veit ekki hversu oft við spiluðum það.


Daginn eftir að ég kom heim hringdi Gunga í mig og stakk upp á því að við myndum bruna út úr bænum á laugardeginum um leið og hún var búin að vinna eða klukkan 5 og fara á Húnavöku á Blöndósi. Ég gat náttúrulega ekki samþykkt það, þar sem ég yrði á vellinum til klukkan 6. Um leið og leikurinn var búin bjallaði ég í Gungu og við brunuðum af stað til Helgu rétt hjá Blönduósi þar sem við gistum. Þórdís kom á föstudeginum og við vorum ekki lengi að koma okkur fyrir í eldhúsinu hjá mömmu og pabba Helgu með smá áfengi. Skelltum okkur svo á ballið, heill hellingur af fólki og alls konar bílum. Við Gunga og Þórdís byrjuðum með veðmál sem er víst ennþá í gangi, ekkert rosalega duglegar :D Á víst ekki mynd af Helgu frá þessari ferð, verð bara að passa mig að taka mynd af henni næst. Stelpur takk fyrir geggjað djamm, þið klikkið ekki og það var geggjað að hitta rennibrautar gaurinn ;)




Nenni ekki meiru núna, bæti restinni við seinna. Heyrumst.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Loksins loksins


Vá þið getið varla trúað því hversu vel ég svaf í nótt, loksins komin aftur í rúmið mitt. Ég er búin að bíða í 2 mánuði eftir þessu.
Ætlaði bara aðeins að láta vita af mér, nenni eiginlega ekki að segja ykkur frá sumrinu það kemur bara seinna.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Almost there

Jæja nú eru bara örfáir dagar þangað til ég verð komin heim. Home sweet home.

Sumarið er reyndar búið að vera geggjað en mér finnst samt að allir eigi bara að flytja til mín til Odense. Lang einfaldast.

Ég er farin að sjá rúmið mitt og bara allt heimilið mitt í hillingum. Get ekki beðið.