mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg jól


Óska ykkur öllum bara gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott. Sjáumst vonandi áður en ég fer út aftur.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ohh


Jæja, Herdís bauð mér í mat í dag og lánaði mér bílinn sinn svo ég gæti vesenast. Hitti Ásrúnu og fórum að versla og kíktum á kaffihús. Svo var það mitt hlutverk að sækja Rögnu Láru og Katrínu. Fór á leikskólann og finnst skrítið að ég hafi fengið að taka Rögnu með mér. Allir krakkarnir sátu og voru eitthvað að dunda sér þegar ég labbaði inn á deildina hennar, ég leit yfir hópinn og fann ekki Rögnu, fóstran leit á mig og ég sagðist vera að ná í Rögnu. Hún horfði svoldið skringilega á mig og benti svo á Rögnu, þá sat hún næst dyrunum og ég þekktir hana ekki. Ragna var svolítið feimin, krúsaði mig og spurði svo hvort ég héti ennþá Anna, ekkert smá krúttlegt. Við fórum svo að ná í Katrín sem kom á fljúgandi siglingu þegar hún sá mig og stökk í fangið á mér. Við fórum svo að spjalla þegar við vorum komnar út í bíl og þær voru að spurja hvar ég ætti heima og hvenær ég myndi flytja aftur til Íslands. Katrín spurði hvar í útlöndum ég ætti heima og ég sagði Danmörku, þá sagðist hún vita hvar Suðurgata 5 væri, ekkert samhengi en líka brjálæðislega krúttlegt. Við fórum svo að sækja Herdísi í vinnunna og fórum svo heim til þeirra. Sindri var uppi að leika við vin sinn þegar við komum en kom niður þegar við komum. Ég stóð í miðjum tröppunum og hann ákvað að stökkva í fangið á mér og við vorum heppin að hrynja ekki niður stigann. En það var ekkert smá gaman að hitta þau aftur, vá hvað ég var búin að sakna þeirra!!!
Heyrumst annars bara seinna.

mánudagur, desember 18, 2006

Komin til mömmu :D

Gaman gaman, komin aftur heim til mömmu. Lenti á klakanum um 3 í gær, mamma og Sæmi komu að sækja mig. Hitti svo Jóa heima og að sjálfsögðu kom Auður að knúsa mig. Ég og Auður skutluðum Jóa að sækja bílinn sinn og ákváðum að kíkja til Ásdísar og Rögga í kaffi. Mig er búið að dreyma um kaffi a la Ásdís. Það var búið að segja mér að ég myndi fá steiktan fisk í kvöldmat og mig búið að hlakka mikið til en nei það var víst bara cover up, Auður, Gunga, Þórdís og Helga buðu mér nefnilega út að borða á Red Chili og það var geggjaður matur. Næst var farið aftur til Auðar þar sem Víðir, Birkir og Árni Leó voru og svo kíkti Stefnir en Hemmi og Drífa ætluðu að kíkja en bailuðu. Það voru teknir nokkrir píramídar og svo var pantaður taxi og haldið á Papana á Players og þangað komu svo Herdís og Atli. Við erum ekki ennþá komnar á gestalista en það hlýtur að fara að koma. Að sjálfsögðu klikkuðu þeir ekki, komu reyndar brjálæðislega á óvart, tóku loksins I would walk 500 miles eftir að við systurnar höfum beðið um það í 2 ár, en það var með sérstakri kveðju til konu sem kom sérstaklega frá Danmörku!!!! MOI!!! En ég komst að því þegar ég vaknaði í morgun að ég á ekki að fá kveðju, get varla talað, ég öskraði svo mikið þegar það kom.

En annars er ég bara búin að vera að fara í heimsóknir og býst við að halda því áfram næstu daga. En ég heyri bara í ykkur seinna.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Djamm!!!

Jæja nú eru bara 4 dagar!!! Það er víst búið að plana rosalegt djamm á laugardaginn. Það byrjar með perrapartýi + Helga. Víðir og Birkir detta einhver tímann inn og svo skilst mér að Herdís og Atli ætli að hitta okkur á Players, þar sem verður papaball. Ef einhverjum langar að bætast í hópinn er um að gera að mæta á Players!! The more the marrier eða eitthvað svoleiðis.
GET EKKI BEÐIÐ!!!

mánudagur, desember 04, 2006

Komin heim

Jæja, komin heim aftur. Kíkti til Sønderborg um helgina. Lobba, Gulli, Jói, Dísa og Gagga ætluðu að koma og ná í mig og að sjálfsögðu þreif ég höllina en svo var ákveðið að ég myndi taka leigubíl til þeirra þar sem þau ætluðu að fá sér að borða. Ég komst að því að það er bara snillingar í minni fjölskyldu, þau voru að leita sér að stað og eini staðurinn sem þau fundu var hjálpræðisherinn, fengu niðurgreiddan mat frá danska ríkinu, bara snillingar. En svo rúlluðum við að stað til Gunna og Jónu, Jói og Gulli fram í og við hinar allar sofandi aftur í, svo þegar Dísa rumskaði á leiðinni, kom alltaf upp úr henni: hva?? hvar er bjórinn?? Nokkuð skondið. En svo komum við á leiðarenda þar sem við komum okkur fyrir og svo elduðu Gunni og Jóna fyrir okkur. Geggjaður matur. Um kvöldið var svo drukkið smávegis. Á laugardaginn var svo farið á göngugötuna að versla og Malla og Ýmir komu með og kallarnir skruppu á meðan til Tyskland. Systurnar voru rosalega heppnar að hafa okkur hinar, því einhverjir þurftu að halda á öllum innkaupunum. Eftir verslunarleiðangurinn var sest á kaffihús og fengið sér smá bjór og svo þurfti að fara að fá sér fegurðurblundinn. Laugardagskvöldið var svo farið á Mongólískt BBQ og þar var sjúklega góður matur, nema Dísa fékk skemmda önd a la Gulli. Svo fórum við á pub-arölt, og Jói keypti Danfoss. Sunnudagurinn fór í A-Z og Jysk og systurnar voru nú ekkert rosalega ánægðar með þær búðir, á meðan voru kallarnir í menningarferð og fóru á eitthvað kastalasafn. Við áttum svo pantað borð í jólahlaðborð kl. 6, og vorum að borða til hálf tíu, þegar ég fór í lestinni heim. En helginn var geggjuð í alla staði. En núna eru 12 dagar í að ég komi heim og þá verður djammað!!!