þriðjudagur, september 09, 2008

Ég er komin til DK.

Búin að setja myndir af sumrinu inn á facebook og ef þið eruð ekki með það er rosalega sniðugt að bjóða einhverjum vini mínum þaðan í heimsókn t.d. Auði.
Bara aðeins að láta vita að ég sé á lífi.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

FH - aston villa

Haldiði ekki að mín sé búin að breyta miðanum til að komast á leikinn...
Fer út 15. ágúst í staðinn fyrir 11.
I can't wait....

miðvikudagur, júní 11, 2008

Dagur 2 hjá lúðabarninu...

Jæja, núna er á að drepast í öllum líkamanum. Það tekur greinilega á að taka svona veltu.
En ég ákvað að vera rosalega sniðug og fara að kaupa mér sótthreinsandi og almennilegan plástur í apótekinu og nú svíður mér geðveikt, aumingja Anna, snökt snökt.

Ég er búin að láta hlæja þvílíkt af mér, þannig að ég ákvað að festa áverkana á "filmu" og sýna ykkur.

Þetta er hendin á mér, stokkbólgin og skinnlaus...


Svo er það að sjálfsögðu tölvugreyið mitt..



Ég veit ekki hvort þið sjáið það en það eru línur sem fara frá stóru klessunni alveg að litlu klessunum efst og neðst á skjánum. (Veit ekki einu sinni hvort þið sjáið litlu klessurnar...)

þriðjudagur, júní 10, 2008

Litla lúðabarn...

Eitthvað það fyndnasta sem hefur gerst fyrir mig, gerðist í dag.

Ég var að hjóla heim úr skólanum sem er ekki frásögu færandi nema ég er alltaf svo sniðug og heppin.
Þeir sem að ekki vita, þá er ég alltaf með veski sem fer yfir öxlina og er með þó nokkuð löngu bandi. Ég er í valfagi í skólanum núna og það eru ekki nógu margar tölvur fyrir alla og ég þarf að fara með mína í skólann.
Ég var með tölvubakpokann, veskið og peysu í körfunni framan á hjólinu og það eina sem ég sá af því sem var í körfunni var bakpokinn. Ég var bara í góðu rúlli á leiðinni heim og svo allt í einu fór allt í bremsu á framhjólinu, hjólið stoppar og svo flippar það. Ég flýg fram fyrir mig, fatta að setja hendurnar fyrir mig og finn svo bara hnakkinn í hausinn.
Andri sem er með mér í skólanum var vitni að þessu en hann er greinilega orðinn svo dansku að hann hló ekkert að mér.
Ég er með geðveikan marblett á lærinu, kúlu á hausnum, sár í lófunum, svo vantar næstum því allt skinn á annan olnbogann og ónýtt hjól.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim, var að hringja í Ingu og gleðja hana með þessari sögu minni.
Það er samt fleira ónýtt en bara hjólið, því miður.
Þar sem ég var með tölvuna með mér og í körfunni framan á, tjónaðist hún töluvert. Ég var með bluetooth mús í tölvutöskunni og hún lenti greinilega undir tölvunni því það er far á skjánum þar sem músin var.
Ég er náttúrulega svo séð og þekki sjálfa mig aðeins er ég með ólukkutryggingu eins og það heitir á góðri íslensku og ég ætla að bjalla í tryggingafyrirtækið á morgun og spjalla við þau.
Ég gæti verið að fara að fá pening fyrir tölvuna og hjólið, aldrei að vita.

En alla vegana, búin í prófum, búin að slasa mig og bara tæpur mánuður í heimkomu.
Hlakka til að sjá ykkur og endilega commentið, ég get alveg hlegið af þessu og ég veit að þið getið alveg skotið...
Bring it on!!!

miðvikudagur, maí 07, 2008

Smá mistök

Haldiði ekki að mín hafi bara verið ready í gær að henda inn myndum frá seinustu helgi og jafnvel einni auka en...
Myndavélasnúran varð óvart eftir á ísland og ég fæ hana um helgina, veit ekki alveg afhverju hún fékk að fara með þar sem ég tók ekki einu sinni tölvuna mína með en...
Fer í þetta strax og ég fæ snúruna.
Leyfi ykkur bara að njóta þessarar myndar á meðan.

Bið bara að heilsa í bili.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Sumar...


Haldiði að það sé ekki bara að koma sumar í danaveldi...
Ég náði alla vegana að brenna á nebbanum í dag, bara skondið.
Þurfti bara aðeins að rub it in.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Mynd af sófanum...

Einmitt, mynd af sófanum...
Allt í vinnslu, sitt einmitt í sófanum núna en er ekki búin að taka mynd. Veit ekki afhverju.
Jú reyndar veit ég það... ég get ekki sett mynd á netið af heimilinu mínu allt í drasli. Þannig að myndin kemur þegar allt ef spikspan ;)

Alla vegana er ég núna að horfa á nokkuð spennandi þátt sem fjallar um læknamistök þegar brjóst eru stækkuð. Það er einhver kona í Árhús sem er eiginlega þekkt fyrir að klúðra því en hún er ennþá að gera þessar aðgerðir!!!
Komst að því að það er eiginlega ekki fræðilegur möguleiki að fá lækna svipta læknaréttindunum þó þeir geri ítrekað einhver mistök. Það hefur gerst 2 SINNUM í Danmörku. Það finnst mér geðveiki.
Er að fatta hversu ólík lönd Ísland og Danmörk eru, það er ekki hægt að vera svona læknir á Íslandi af því að það frétta alltaf allir allt!! Danmörk er dulítið stærri og það fréttist ekki jafn mikið, eina sem þú getur gert er að google lækninn og vona að þeir sem hafa lent í einhverju hafi skrifað það á netið og það er ekkert víst.

Þurfti bara aðeins og tappa af og set inn mynd fljótlega, býst við að taka til um helgina en lofa engu.

Heyrumst.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Sófinn er kominn :D

Haldiði ekki að mín hafi bara verið að taka á móti sófanum!!!

Eins og ég lofaði þegar ég keypti sófann þá er að sjálfsögðu búið að taka mynd af honum...



Hann fyllir íbúðina upp á endan, þannig að ég hef ekki hugmynd ennþá hvernig ég á eftir að koma honum fyrir...
Tökum Bakkafjörð á þetta...
Seinna tíma vandamál.

En ég á reyndar að vera í skólanum eins og er þannig að ég ætla að drífa mig aftur þangað.
Set aftur myndir í kvöld ef ég næ að innrétta :D

þriðjudagur, mars 04, 2008

Sófinn...

Jæja, loksins búin að frétta eitthvað af sófanum.
Eins og ég sagði einhvern tímann þá átti sófinn að koma í viku 10, fyrir þá sem ekki vita er komin vika 10.
Ég var orðin svolítil þreytt á því að bíða án þess að vera búin að heyra eitthvað um hann.
Þannig í dag bað ég Kim, þessa elsku, um að hringja í búðina og athuga hvað þau myndi segja. Á mánudaginn býst ég við símtala og fæ þá að vita hvenær sófinn kemur. Kim sagði líka við sölumanninn að ef ég verð ekki búin að fá sófann næsta föstudag, þá vill ég ekki fá hann. Þá fer ég bara í búðina og fæ peninginn minn til baka, en það var smá kennslustund frá Kim um það. Héðan í frá á ég ALDREI að borga fyrr en ég fæ vöruna, greinilega hef ég of mikið traust á mannkyninu.
Þannig að ég býst við að þurfa að þiggja íbúðina hans Andra svo ég geti boðið gestunum mínum gistingu :S
Læt ykkur vita þegar ég frétti eitthvað.

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Hmm...

Daginn.
Atli kominn og farinn. Fórum út að borða, röltum aðeins um bæinn og sátum svo bara heima að spjalla, helvíti nice.

Alla vegana, núna er rúmar 2 vikur í stelpurnar og allt að verða ready fyrir þær.

Fékk þetta sent frá bekkjarsystur minni, snilldar myndband.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Myndin

Hér er myndin af snögunum... veit bara ekki alveg hvort stelpurnar fái eitthvað pláss á þeim :D
Svo er ég líka búin að panta herbergið fyrir Atla...
Anna dugleg :D

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Alvöru heimili

Loksins loksins komin með alvöru heimili.
Fór í dag að kaupa mér afmælisgjöfina mína frá pabba, nema hann veit ekki af því ennþá ;)
Fór út í byggingavöruverslu að kaupa mér snaga og allt tilheyrandi sem var borvél, bor, skrúfur, tappa og allt sem ég þurfti. Eða það hélt ég... Ég er búin að bora og setja tappana í en af því að ég er stelpa á ég ekki alvöru bitasett. Það er einhver asnalegur haus á þessum helvítis skrúfum þannig að ég þarf að fara aftur á morgun og kaupa mér alvöru bitasett.
Var ekki alveg að sjá fram á það að fá stelpurnar með sína jakka og látta þetta liggja út um alla íbúð. Ég fann mér geggjaða snaga en ég er alltaf jafn heppin, þeir voru ekki hannaðir til að nota á gipsveggi. Ég græddi heilan helling, kynntist næstum því öllum strákunum sem vinna í XL-byg en var örugglega ekkert vinsæl með mínar stelpu spurningar.
Kemur mynd af þessu á morgun vonandi.

Ég var samt búin að ákveða að vera í verkfalli þangað til að einhvern af stelpunum væri búin að blogga en þær eru greinilega í einhverju verkfalli líka.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ófært á Ísland, hehe

Það er komin sól og vor hér í DK og svo sér maður á mbl að það er ófært á Íslandi. Það er ekkert smá gaman hjá okkur Ingu.
BARA SNILLD!!!

En núna eru 36 dagar þangað til Auður, Gunga, Gróa og Þórdís koma.
Ég get ekki beðið en ég get látið tíma líða með að leita að Søren, Jørgen og Jesper fyrir G-in.
Ætlaði nú bara aðeins að láta vita af mér héðan í sólinni ;)

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Get ekki beðið!!!

OMG....
Stelpurnar eru á leiðinni!!!
Gunga búin að redda fríi og Gróa búin að samþykkja boðið og bara allt að gerast.
Nú er bara málið að fara að panta miða svo Þórdís eigi efni á að koma, cross your fingers.

Það verður kannski smá ævintýri hvort sófinn verði komin.
Ég fékk nefnilega bréf frá búðinni um það að sófanum myndi seinka um 5 vikur. Áætlaður komutími er í viku 10 en fyrir ykkur sem tala ekki í vikum er það fyrsta vikan í mars en stelpurnar koma í viku 11. Æsispennandi.
Þar af leiðandi kemur ekki mynd af sófanum í bráð. Þið verðið bara að bíða eftir henni.

Hef ekkert meira að segja eins og er en ætla að enda á smá einkahúmor.
Is it driving for you???????

föstudagur, janúar 18, 2008

Gólfpláss

Nohh, það er gólf í íbúðinni minni!!!
Var bara að komast að því þar sem ég er búin að selja sófann minn, nokkuð gott.
Smá galli kannski, ég þarf að fara að fjárfesta í nýjum...
Ég er ekki löngu búin að finna hann eða neitt svoleiðis.
Svona lítur gripurinn út
Svefnsófi með tungu...
Gerist ekki betra ;)



Ég hef ákveðið að veita verðlaun.
Perraverðlaun sem versti bloggarinn og þau fær Þórdís.
Round of applause and seal of approval.
Þetta var nú ekkert rosalega erfið ákvörðun þar sem allar nema hún er búnar að blogga á þessu ári.

Bið annars bara að heilsa ykkur í bili og skelli kannski inn mynd þegar ég verð komin með nýja sófann :D

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Smá pæling

Ég ætla aðeins að athuga hversu færar konur ég þekki.
Fyrst það var verið að skjóta aðeins á mig hérna í síðustu færslu hef ég ákveðið að svara fyrir mig.
Í bekkjarpartýinu hjá Ingu fyrir jól fóru strákarnir í bekknum að reyna að losa brjósthaldarann hjá Louise með annar hendi, þeim gekk svoldið erfiðlega þannig að ég ákvað að hjálpa þeim. Á no time var ég búin að opna hann en þá komst ég að því að það eru ekki allir kvenmenn sem geta það.
Þetta var eitthvað sem ég hélt að allar konur kynnu sem eru búnar að vera með brjóst í einhver ár.
Jæja stelpur, endilega látið mig vita hversu færar þið eruð.
Eruði færar um að losa brjósthaldar með einari???

þriðjudagur, janúar 01, 2008