mánudagur, janúar 29, 2007

Ísland-Danmörk


Jæja þá er að koma að því, Ísland-Danmörk er á morgun!!!! Get ekki beðið!! Við verðum að vinna, svo ég geti mætt í skólann á miðvikudaginn :D En það er Íslendinga partý hjá Ingu og Markúsi, Borghildur, Helga, Frikki, Kristín og fleirum er boðið.

En smá húmor, það er búið að gera grín af mér í allan dag í skólanum, því ég tala víst um tölvur í kvenkyni og það er víst vitlaust. En þegar ég hótaði að hætta að hjálpa þeim í autocad þá fóru þeir að tala um að það væri bara svoldið sætt. Skondið.

En það verða allir að horfa og styðja liðið á morgun, hef fulla trú á ykkur!!!

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Komin tími til.

Jæja bara aðeins láta vita af mér. Nú er önnur önnin byrjuð, brjálað að gera og nóg að læra. Fríið var bara rólegheit, fínt að hafa rúma viku að gera ekki neitt.
Alla vegana, þá fékk ég brjálaða heimþrá í gær þegar Ísland-Frakkland leikurinn var í gangi. Var alveg til í að sitja heima hjá mömmu og horfa á boltann með familíunni. Fylgdist með stöðunni á netinu og er langt frá því að vera sátt við RÚV, að leyfa fólki erlendist ekki að fá aðgang að útsendingunni. En so be it.
Ætlaði bara að sýna ykkur að ég væri á lífi, við heyrumst bara seinna.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

At last!!!


BÚIN!!!!
Loksins loksins, helvítis prófið búið. Vá hvað þetta var erfitt, mér finnst almennt erfitt að halda fyrirlestur en 10 mín á DÖNSKU?? Hell! Var brjálæðislega stressuð en kennararnir voru ekkert smá almennilegir. Gekk alveg ágætlega, fékk 7 og mjög ánægð með það. En fer örugglega að koma mér í það bráðum að setja inn myndir og myndbönd frá jólafríinu. Alveg nóg af myndböndum þaðan.
Bið bara að heilsa ykkur í bili.

sunnudagur, janúar 07, 2007

Gleðilegt ár!!

Góðan daginn. Nú er ég komin aftur heim til mín eftir rosalega ferð til Íslands. Ég er búin að ákveða það að ég kem örugglega aldrei aftur heim um jólin á meðan ég er í námi, þetta tók allt of mikið á!! En það var samt geggjað að hitta alla, nokkur rosalega djömm tekin og áfengismagnið yfirleitt of mikið. Ég ætlaði bara aðeins að láta vita af mér og segja þeim sem voru að spila að ég er að spá í að maila myndböndunum bara á ykkur, smá gleði þar. En vitið þið um einhverja aðra síðu en youtube til að setja inn myndbönd?? Frítt að sjálfsögðu.
En ætla að fara að koma mér að læra, daninn er ekkert að gera þetta auðveldara fyrir mig en hvað með það. Alla vegana heyrumst!!