sunnudagur, september 24, 2006

Myndir

Jæja komin með myndasíðu í linkana.
Ýmisleg ferðlög frá því í sumar og fleira.

Látið mig bara vita ef þið viljið að ég ritskoði eitthvað :D

Meistaraballið

Ok meistarball FHinga var í gærkvöldi.

Segiði mér nú eitthvað slúður.
Ég trúi ekki öðru en að einhver í minni fjölskyldu gerði einhvern skandal og ef ég á að veðja á einhvern þá er það Atli. Atli segðu mér nú eitthvað sniðugt af ballinu!!!

Koma svo krakkar!!!

mánudagur, september 18, 2006

Talíbana fundur

Á laugardagskvöldið var Talíbana fundur haldinn. Alla vegana samkvæmt bekkjarfélögunum.

Það var afmæli hjá Borghildi og sátum þar í einhverja tíma. Svo var skellt sér á Fredagsbarinn í Teknikum en þar þekkja þeir ekki hugtakið loftræsting!! En staðurinn var pakkaður og brjálæðislega heitt og þungt loft þannig að við ákváðum að kíkja í bæinn. Við kíktum svo á Ryan's en þar voru fleiri íslendingar að djamma. Svo villtist ég á leiðinni heim til mín, áfengi og ókunnur staður, ekki alveg að gera sig.

En nú styttist í að maður fái heimsókn, bara 25 dagar í Auði og Víði!!!

En heyri bara í ykkur seinna.

föstudagur, september 15, 2006

Fyrsta bloggið að heiman.

Jæja, fyrsta bloggið skrifað að heiman!!!
Mín loksins komin með netið og get farið að hafa samband við umheiminn. Nú get ég verið á msn og skype, gaman, gaman!!!

Heyri í ykkur seinna.

miðvikudagur, september 13, 2006

Tölvan mín!!!

Loksins loksins er tölvan mín komin!!!

En nú vantar mig bara netið :(

Svo er bara einn mánuður þangað til að Auður og Víðir koma og ég get ekki beðið!!!

Nú er nóg að gera í skólanum, sat á kaffihúsi í 2 tíma í dag með nokkrum úr bekknum og teiknaði eitthvað hús, allt brjálað að gera!! :D Svo 2. október verður farið í skólaferð upp til Álaborgar að skoða einhverja léttsteypu og verður gist eina nótt. Þannig að planið er að fara allur bekkurinn saman út að borða og fara svo á djammið, það verður geggjað!! Svo var ákveðið að þjappa bekknum saman og gera eitthvað sniðugt, bara við, og það var pantað fyrir okkur í go-kart, út að borða og svo á djammið. Þeir eru svoldið hrifnir af áfengi hérna úti :D En þá fyrst fæ bekkurinn minn að sjá hvað ég er brjáluð keppnismanneskja, veit ekki hvernig það á eftir að virka.

Mamma hennar Ingu kemur um helgina og hún var beðin um að taka hákarl með sér, svo það verður íslensk stemning á mánudaginn í skólanum. Ég get ekki beðið eftir því að sjá andlitið á liðinu þegar dollan verður opnuð!!

En ætla að fara fá mér netið vonandi á morgun annars eftir helgi. Heyri bara betur í ykkur þegar netið er komið. Svo fæ ég smartsímann minn á laugardaginn en hann virkar ekki nema ég sé með netið þannig að ég læt ykkur vita.

Heyrumst.