laugardagur, febrúar 10, 2007

Halló

Bara aðeins að láta vita af mér.
Mér var boðið í mat til Helgu og Frikka í gær, fékk geggjaða nautasteik. Ákváðum svo að spila Kana eftir matinn, sem er ekki alltaf að virka fyrir blóðþrýstinginn hjá mér. Frikki ákvað í seinasta spilinu að segja kana, fyrst hann var nú að tapa. Jújú að sjálfsögðu lenti ég með honum og það fyrsta sem hann sagði var að þetta væri svo fallið, þá steig blóðþrýstingurinn fullmikið, hann var farinn að plana hvert hann ætti að hlaupa þegar Helga myndi fella okkur. En sjálfsögðu reddaðist þetta rétt svo. En það var geggjað að taka eitt svona spilakvöld.
En ég heyri í ykkur bara seinna.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Vá hvað ég kannast við mikið af þessu!!!!

Þú ert 90´s barn ef þú:

Þú getur klárað þessa setningu [ice ice _ _ _ _ ]

Þú manst eftir því þegar það var ennþá spennandi að vakna á laugardagsmorgnum til að horfa á barnaefnið...

Þú færð ennþá "urge" til að segja "NOT" á eftir næstumþví öllu

Það var gert út um málin með "steinn skæri blað" eða "ugla sat á kvisti"...

Þegar lögga og bófi var daglegt brauð

Þegar við fórum í feluleik þangað til við gátum ekki meir

Þegar við vorum vön að hlýða foreldrum okkar...

Þú hlustaðir á útvarpið allan liðlangan daginn til að bíða eftir uppáhaldslaginu þínu, til að taka það upp á kasettutækið..

Þú manst eftir því þegar Super Nindendos og Sega Genisis urðu vinsælir

Þú horfðir alltaf á America's Funniest home videos

Þú horfðir á Home Alone 1, 2, og 3 og reyndir að gera sömu trikk

Þú manst eftir því þegar Jójó voru kúl

Þú horfðir á Batman, Aladín, Turtles og Pónýhestana...

Þú manst eftir sleikjóunum sem voru á hring til að hafa á puttanum..

Þú manst þegar það áttu ekki allir geislaspilara

Þú bjóst til gogg þegar þú varst lítill...

Þú áttir tölvugæludýr

...eða Furbie

Þú hefur ekki alltaf átt tölvu, og það var töff að vera með Netið

Og Windows '95 var best

Michael Jordan var aðal hetjan..

Kærleiksbirnirnir

Þú safnaðir lukkutröllum

Og áttir vasadiskó

Þú kannt Macarena dansinn utanað

Þú veist af hverju 23 er kúl tala

Áður en að Myspace varð vinsælt,

Áður en Netið kom og enginn vissi hvað sms var..

Áður en ipod kom til sögunnar

Áður en PlayStation 2 og Xbox voru til,

Þegar strigaskór með blikkljósum voru málið

Og þú leigðir spólur, ekki dvd,

Og það var eiginlega enginn með símanúmerabirti

Og þegar við hringdum í útvarpið til að reyna að fá uppáhalds lagið okkar spilað til að hlusta á í vasadiskóinu

Áður en við áttuðum okkur á því að allt mundi breytast

Hver hefði getað ímyndað sér að við myndum sakna þessara tíma!

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Daginn

Góðan daginn. Jæja íslendingar í 8 sæti og komast ekki ÓL, danir spila í dag um bronsið. Verður vonandi fínn leikur og ég vona eiginlega að þeir tapi :S En það var mikið minna mál að mæta í skólann á miðvikudaginn en ég bjóst við. Það var skotið á mig fyrst þegar ég mætti, sit fremst og þurfti að labba fram hjá öllum til að komast í sætið mitt, og þá notuðu danir tækifærið til að nefna leikinn. Kim var búinn að veðja við okkur Ingu, ef við myndum tapa ættum við að vera með jólasveinahúfur það sem eftir var að vikunni, en svo eftir leikinn sendi hann sms um að það væri eiginlega ekki sanngjarnt og hætti við veðmálið. En það skipir samt eiginlega engu máli.

En fór til Helgu í gær í 30 afmæli og dagurinn í dag gæti alveg verið betri.

Haldiði ekki að það sé komin ný Ga-jol auglýsing?