mánudagur, apríl 30, 2007

Fótboltadjamm

Jæja á föstudaginn var fótboltamót í skólanum, bekkur á móti bekk. Búið að eyða seinustu vikunni að smala í lið og vorum komin með 8 manna lið. Það átti að vera 6 inn á í einu, þannig að við vorum með 2 varamenn, sem passið mjög vel fyrir strákana í bekknum að geta tekið smá pásu. Á föstudaginn mættu svo bara 6, þannig að það var spilað án varamann og þá lá við að Niels fæddi barn í hverjum einasta leik, hann var svo móður að það var eins og hann væri kominn með hríðar. Nokkuð skondð. Við Inga vorum búnar að plana að vera cheerleaders og vorum búnar að redda okkur pompom sem Auður sendi frá Íslandi, ekki spurja af hverju, en þeir voru því miður ekki komnir þannig að við stóðum bara og öskruðum í 25° hita og ég er ekkert smá sólbrunnin. Eftir mótið fórum við svo heim til Ingu að djamma og vorum svo heppin að Markús hélt partý helgina áður þannig að það var nóg af áfengi. Ætluðum að panta okkur eitthvað að borða saman en það gleymdist einhvern vegin og við sátum bara úti á svölum hjá Ingu og borðuðum ostehaps, gerist ekki betra. Bekkurinn okkar fór svo smám saman að týnast heim og komu aðrir í staðinn, þar á meðal Andri með einhverja vini sína. Kíktum í bæinn þar sem Andri týndi símanum sínum af því að hann var með brjálaðan brandara að kippa buxunum niður og labba þannig um staðina, ágætis brandari. Ég var samt heppin að komast heim til mín, gangstéttin var nærri því ekki nógu breið, mín var svolítið ölvuð. Blandaði allt of miklu saman.
Laugardagurinn fór svo bara í þynku, ég skalf og leið ömurlega. Hringdi í Ingu og athugaði hvernig hún hefði það, henni leið töluvert betur en mér, kannski af því að hún var ennþá ölvuð. Ákváðum að fá okkur subbulegann hamborgara í kvöldmat þannig að ég skellti mér í strætó til hennar og sátum svo og horfðum á sjónvarpið um kvöldið. Fínt þynku kvöld.
Komst að því svo í dag að ég get ekki ennþá rifið kjaft á dönsku og það fer óherilega í taugarnar á mér. Keypti mér bol í seinustu viku og fór í dag og ætlaði að skila honum. Ef maður kemur með strimilinn fær maður peninginn til baka, en nei, mín mætti með bolin og strimilinn en þá hafði ég fengið vitlausan strimil þegar ég keypti bolin og gat bara fengið inneignarnótu og ég var orðin vel pirruð þegar ég labbaði út úr búðinni. Hefði alveg verið til í að geta tekið mömmu á þetta en maður verður víst að kunna tungumálið til þess. Ennþá svolítið pirruð yfir þessu öllu saman.


Gaman að deila þessari mynd með ykkur, bið bara að heilsa í rokið og rigninguna :D

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Sól, sól og meiri sól.

Gerist bara ekki betra!!
Ég ÞURFTI bara að fara að versla í dag, komst ekki hjá því að versla mér sumarföt. Búin að komast að því ef að ég fæ einhver tímann heimþrá og sakna mömmu geggjað, get ég alltaf farið með Ingu að versla. Hún tók alla mömmu taktana á mig. Nokkuð skondið.
Ætlaði bara aðeins að deila þessu með ykkur. Þeir sem koma hérna annað slagið að njósna eða bara aðeins að kíkja, þið megið alveg commenta einstöku sinnum.
Bið annars bara að heilsa í bili.

mánudagur, apríl 16, 2007

Ipod skór

Jæja þá er ég komin heim aftur. Hef ákveðið að setja inn ferðasöguna en ég lenti á föstudeginum um 3 og var svo heppin að Sæmi var akkurat að skutla farþega upp á völl og tók mig með í bakaleiðinni.

Föstudagskvöldið kíkti ég til Auðar og komst að því að ég var sú eina á landinu sem þekkti ekki Grace Kelly lagið en það voru allir að tala um það.

Laugardagskvöldið var ég aftur hjá Auði og voru Víðir, Árni Leó og Stefnir þar líka. Við ákváðum að athuga hvort það væri eitthvað kostningadjamm í gangi í Hafnarfirði en það var verið að kjósa um stækkun álversins. Jói fór í málið og fann ekkert, þá var ákveðið að fara hitta foreldrana hans Víðis sem voru á pubbarölti í 101. Við hittum svo Haffa og frænda strákanna í bænum og fórum að leita að Ella og Freydísi. Kíktum inn á nokkra staði og enduðum á Hressó en þar kom Grace Kelly lagið og ALLIR á staðnum sungu með nema ég.

Á sunnudeginum reddaði Víðir mér svo disknum hjá Mika og ég var loksins komin inn í þennan heim. Pabbi var búinn að senda mail á föðurfjölskylduna og lét vita að ég yrði hjá ömmu á sunnudeginum. Við byrjuðum að fara í bakarí og keyptum nokkrar kökur, fórum svo og kíktum á afa en amma var þar og tókum hana með heim til hennar. Gunnhildur, Guðmundur, Palli og börn og Auður kíkti svo til ömmu og það var frábært að hitta alla. Auður var búin að bjóða mömmu og Sæma, Freydísi og Ella og mér og Jóa í mat og eldaði kjúklingrétt sem ég fékk hjá Ingu vinkonu og heppnaðist mjög vel.

Mánudagskvöldið var svo eytt í Over the Hedge tölvuleiknum með Ásrúnu og svo kíkti Gunga líka, svo var að sjálfsögðu gripið í spil.

Á þriðjudeginum fór ég með Gungu og Auði að sækja Þórdísi vinkonu upp á völl og fífluðumst aðeins í henni en kíktum svo aðeins heim til hennar og það var geggjað að hittast aftur og perrast aðeins.

Miðvikudagskvöldið var svo frænkukvöld, Hulda, Silla, Svava og kallinn hennar Svövu kíktu til Auður og komumst að því að við eigum eitthvað allar sameiginlegt og það er hvernig klósettpappírinn á að snúa.

Fimmtudaginn var mér boðið í mat hjá Hemma og Drífu og kvöldið endaði í Buzz, bara snilld og Auði og Víði verður ekki boðið aftur.

Föstudeginum var eytt uppi í bústað, ég, Auður og Víðir vorum búin að ákveða að hitta Ásdísi og co og Hemma og co þar og að sjálfsögðu að hitta hina sem voru þar og þar fékk ég með þeim bestu fiskréttum í heimi, gratinarað fisk a la Gagga. Kvöldið endaði svo heima hjá Ásdísi og Rögga þar sem var aftur tekin Buzz. Þegar ég og Ásdís skutumst til Hemma að ná í Buzzið var besta uppfinning í heimi fundin upp af þeim systkinum, skór með innbyggðum Ipod. Næst þegar þið hittið annað hvort þeirra, biðjið þið þau um að taka smá sýniskennslu á skónna. Bara snilld!!

Laugardaginn var mér boðið í mat til Herdísar og Orra í svínabuff að sjálfsögðu, sat svo og horfði á sjónvarpið með Orra því Herdís náði ekki að vaka og steinsofnaði í sófanum. Ég kíkti svo aðeins heim og náði akkurat að koma þegar Jói var að kenna mömmu og Sæma Texas Hold´em, gekk ekki alveg nógu og vel þannig ég ákveð að flýa og kíkti til Skúla og Ásdísar. Þar voru þau, Auður, Víðir, Gunni, Hulda og Palli og það var geggjað að hitta alla aftur og ég náði nokkrum priceless myndum af Skúla.

Sunnudaginn komu svo Berta og Hólmgeir og það var gripið í spil og vöflur og að sjálfsögðu læri með benna. Kvöldið fór svo í kveðjurúnt og ef ég kom ekki til einhvers af ykkur biðst ég bara afsökunar á því og vona að þið getið huggað ykkur við þetta.

Proclaimers og Little Britain


Svo var flogið aftur til Danaveldið bright and early mánudagsmorguninn. Sé ykkur svo bara aftur í sumar og býst við að það verði geggjað.

Heyrumst annars bara seinna.

Allt að gerast

Ætlaði bara að láta ykkur vita að ég er að vinna í bloggi frá Íslandsferðinni, fer alveg að koma.

En ætlaði bara að sýna ykkur þetta...

Bið bara heilsa í bili.