fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Hmm...

Daginn.
Atli kominn og farinn. Fórum út að borða, röltum aðeins um bæinn og sátum svo bara heima að spjalla, helvíti nice.

Alla vegana, núna er rúmar 2 vikur í stelpurnar og allt að verða ready fyrir þær.

Fékk þetta sent frá bekkjarsystur minni, snilldar myndband.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Myndin

Hér er myndin af snögunum... veit bara ekki alveg hvort stelpurnar fái eitthvað pláss á þeim :D
Svo er ég líka búin að panta herbergið fyrir Atla...
Anna dugleg :D

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Alvöru heimili

Loksins loksins komin með alvöru heimili.
Fór í dag að kaupa mér afmælisgjöfina mína frá pabba, nema hann veit ekki af því ennþá ;)
Fór út í byggingavöruverslu að kaupa mér snaga og allt tilheyrandi sem var borvél, bor, skrúfur, tappa og allt sem ég þurfti. Eða það hélt ég... Ég er búin að bora og setja tappana í en af því að ég er stelpa á ég ekki alvöru bitasett. Það er einhver asnalegur haus á þessum helvítis skrúfum þannig að ég þarf að fara aftur á morgun og kaupa mér alvöru bitasett.
Var ekki alveg að sjá fram á það að fá stelpurnar með sína jakka og látta þetta liggja út um alla íbúð. Ég fann mér geggjaða snaga en ég er alltaf jafn heppin, þeir voru ekki hannaðir til að nota á gipsveggi. Ég græddi heilan helling, kynntist næstum því öllum strákunum sem vinna í XL-byg en var örugglega ekkert vinsæl með mínar stelpu spurningar.
Kemur mynd af þessu á morgun vonandi.

Ég var samt búin að ákveða að vera í verkfalli þangað til að einhvern af stelpunum væri búin að blogga en þær eru greinilega í einhverju verkfalli líka.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ófært á Ísland, hehe

Það er komin sól og vor hér í DK og svo sér maður á mbl að það er ófært á Íslandi. Það er ekkert smá gaman hjá okkur Ingu.
BARA SNILLD!!!

En núna eru 36 dagar þangað til Auður, Gunga, Gróa og Þórdís koma.
Ég get ekki beðið en ég get látið tíma líða með að leita að Søren, Jørgen og Jesper fyrir G-in.
Ætlaði nú bara aðeins að láta vita af mér héðan í sólinni ;)