sunnudagur, desember 02, 2007

Drama helgarinnar

Hæ ég ákvað að blogga um drama helgarinnar.
Aldrei þessu vant þekki ég ekki einu sinni fólkið sem dramað snýst um.
Ég var hjá Ingu til hálf 12, þar sem ég ákvað að hjóla heim áður en danir færu að spara og slökktu á öðrum hvorum ljósastaur.
Þegar ég kom heim voru 2 hálfvitar fyrir utan aðaldyrnar heima hjá mér að banka á hana. Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að fara inn og þar með hleypa þeim inn eða fara aftur til Ingu og gista þar. Áður en koma að því að ég þyrfti að ákveða mig, kom Andri út og hleypti þeim þar með inn, en annar þeirra býr á móti Andra. Ég fór þar með inn og eftir að ég kom inn hringdi síminn minn, Andri var að spurja hvort þeir væru með eitthvað vesen, því þetta voru einhverjir dópistar og fávitar. Nei, nei, ekkert vesen á þeim. Je right. Um leið og ég var búin að skella á Andra byrjaði það. Þeir byrjuðu að banka hjá mér og ég ákvað nú að athuga hvað þeir vildu, smá forvitni í gangi, hefði betur sleppt því. Félagi nágrannans var að banka, og ég spurði hvað hann vildi, var að bara að fara að spjalla. Hann var með fótinn við hurðina þannig að ég gat ekki lokað. Ég bað hann um að færa löppina.
"Af hverju?"
"Af því ég ætla að loka hurðinni."
"Af hverju?"
"Af því að ég er að fara að sofa."
"Af hverju?"
"Af því að ég er þreytt."
"Af hverju?"
Þarna ákvað ég bara að ýta á hurðina til að fá hann til að færa löppina, það gekk. Svo tók hann í húninn til að athuga hvort ég hefði læst og byrjaði að banka aftur. Ég ákvað að svara ekki, orðin nett pirruð. Hann hélt áfram að banka og byrjaði svo að henda sér á hurðina, þá varð ég helvíti hrædd og langaði ekkert rosalega að komast að því hvort hurðin myndi halda. Ég ákvað að hringja á lögguna og losna við þá. Ég hringdi á lögguna og þeir gátu ekkert gert af því þeir voru hættir að banka á þeim tímapunkti en það skipti svo sem ekki máli því hann átti hvort sem er ekki bíl til að senda til mín. Bíddu bíddu, ég hélt ég væri að hringja á lögguna en ekki leigubíl. Löggan á ALLTAF að eiga bíl!! En samt var öruggi mitt aðalatriðið, je right, fann það ekki.
Félagarnir frammi á gangi héldu áfram að banka hjá mér og öllum öðrum íbúum í blokkinni. Dramað endaði svo með því að það komu loksins 3 löggubílar og einn læknisbíll. Þeir voru þá búnir að vera í stuði í 2 tíma og búnir að gera alla í blokkinni brjálaða.
Ég er farin í gang með að klaga hann og vona að fleiri gerði það svo það sé hægt að henda honum út. Er ekki til í aðra svona helgi.

En nóg um mína helgi, hvernig var ykkar?

6 ummæli:

Gunnsý sagði...

Vá heimsku gaurar!!! Mikið vona ég að þeim verði hent út! Helgin mín var æði. Ég var að vinna. Svo fór ég að sofa og svo fór ég að vinna aftur :D Geggjuð hamingja!

Auður sagði...

Ég hef nú einhvern tíma séð önnur viðbrögð hjá þér en að loka hurðinni. Bara taka létta Möltu taktík á þetta hehe.
Annars var mín helgi fín, bakaði brúntertu a la Palla (jebbs, á í frystinum hjá mér), varð veik, það kom læknir til mín um miðja nótt og ég er víst með vélindabakflæði. Neibb ekki að kaupa það...

annan sagði...

Þetta voru einhverjir dópistar og ég fer ekki í 2 karlmenn í dópi alein. Ekki séns.
Hey nennirðu ekki að baka líka ömmukökur? Fyrst þú ert byrjuð?

Disa Skvisa sagði...

Mín helgi var líka góð. :)

EN ég skil það vel að þú rjúkir ekki í tvo gaura á einhverju - aldrei að vita hvernig þeir bregðast við og geta gert :S

Hlakka til að fá þig heim :D Þá verður sko gaman :D

Nafnlaus sagði...

Váá, þvílík lífsreynsla í DK!!!

Hlakka til að sjá þig....

kv. Atli

Disa Skvisa sagði...

Hæ. hvernig gengur að læra fyrir próf?
Vonandi betur en hjá mér! :S

Hlakka til að sjá þig 21.des.