fimmtudagur, júní 14, 2007

4 dagar

Halló halló.
Mér gekk ágætlega í prófinu, fyrirlesturinn gekk mjög vel og svaraði þeim spurningum sem ég gat.
Skiptir kannski ekki máli núna, ég er komin á næstu önn með öllum öðrum úr bekknum. Allir ánægðir með það. Við vorum sérstaklega ánægð þegar einn strákur úr bekknum sagði sig úr skólanum daginn fyrir próf, vorum byrjuð að pæla í því hver þyrfti að vera með honum í hóp næstu önn. Hann mætti aldrei, lærði ekki neitt og ekkert rosalega mikil félagsvera, erfitt að vinna með svoleiðis fólki.
Allavegana ég fékk 8 og mjög ánægð með það.
Nú eru bara 4 dagar í klakann og ég get ekki beðið!!
Ég er allavegana búin að finna stað þar sem get farið í heimsókn hvenær sem er, skilst að Hermann frændi minn sé kominn í "sumarfrí". Hann verður þá væntanlega tilbúinn með kaffi á könnunni fyrir frænku sína.
Heyri bara betur í ykkur í næstu viku.
Anna

2 ummæli:

Auður sagði...

Til hamingju með þetta snúllan mín :D
Hef annars heyrt að þú fljúgir heim með strákunum... Sé þig bara í næstu viku

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskan!

EN hvað segiru, ferðu ekki heim á morgun?

kv. Atli baunafari!