mánudagur, júní 11, 2007

Frábært!!

Góðan daginn. Long time no hear. Fyrst ég á að vera semja fyrirlesturinn minn fyrir prófið á miðvikudaginn, ákvað ég nú að taka smá pásu og blogga.
Helst í fréttum er að nú er bara vika í klakann!! Almost there.
Próf á miðvikudaginn eins og hefur komið fram, hef ekki heyrt um neinn sem hefur fallið þannig að ég er nokkuð bjartsýn. Læt ykkur vita betur eftir prófið hvernig gekk.
Kannski það allra mikilvægasta er, og kannski eiga sumir eftir að öfunda mig, ég er að deyja. Búið að vera 30° seinustu daga og ég er að kafna. Ég er ekki gerð fyrir svona mikinn hita og svo er náttúrulega ekki til fyrirbærið vindur í Danmörku!!! Það er ekki einu sinni hægt að fara fyrir horn til að kæla sig niður eins og heima. Bjóst aldrei við að ég myndi sakna vindsins en það eru reyndar ótrúlegustu hlutir sem maður saknar.
Heyri bara betur í ykkur eftir prófið.
Over and out.
Anna

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OHH HLAKKR SVO TIL AÐ SJÁ ÞIG......
OG 3 LITLUM GRÍSUM MEST HELD ÉG;O)
LOVE YOY

Disa Skvisa sagði...

Gangi þér vel í prófinu.. Sjáumst eftir 21.Júni. :D

All the best

Auður sagði...

Ertu dottin í það? Hehehe... Skál fyrir þér, svo stolt af því að hafa staðið þig svona vel fyrsta árið þitt :D Annars hlakka ég bara æðislega til að sjá þig í næstu viku. Skemmtu þér bara vel um helgina!

Nafnlaus sagði...

ER það MINN eða ÞINN sjóhattur!, ég veit þú ert fuglur!:D:D